Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 12:40:30 (2764)

1997-12-19 12:40:30# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[12:40]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Allt væri miklu einfaldara og auðveldara ef menn gætu tryggt með lagasetningu kjör og afkomu allra. Eymdin í heiminum væri minni ef svo væri. Með þessum breytingum er verið að stíga mikið framfaraspor fyrir þá sem standa höllum fæti. Það er verið að ræða um kjör manna. Það eru kjör og afkoma manna sem skipta máli. Auðvitað er ekkert í þeim lagatexta sem kemur í veg fyrir að kjör ellilífeyrisþega geti batnað meira en kannski almennra verkamanna samanber það sem hefur gerst á þessu ári. Kaupmáttur ellilífeyrisþega hefur batnað meira en almennra verkamanna í fiskvinnslu þannig að hér er verið að stíga mjög pólitískt og merkilegt skref sem ég trúi og treysti að allur þingheimur muni fagna.