Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 12:43:13 (2766)

1997-12-19 12:43:13# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[12:43]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ekki er hægt að tryggja kjör fólks né þjóðar með lagasetningu. Þessi ríkisstjórn með tiltölulega mjög skynsamlegri hagstjórn hefur hins vegar verið að tryggja það að hér hafa verið mest og best lífskjör, þau hafa batnað hér mest og best í öllum ríkjum OECD á undanförnum árum. (ÖJ: Veislan er hafin.) Þessi ríkisstjórn hefur tryggt það líka að á Íslandi er mestur jöfnuður lífskjara af öllum ríkjum OECD, allar skýrslur bera þess vitni, allur vitnisburður gengur út á það og það er hvað ekki síst vegna hagstjórnarinnar sem hefur tekist að bæta kjör Íslendinga betur og meira á undanförnum árum en áður hefur þekkst, betur en í nágrannalöndunum og þess vegna er þakkarvert að við skulum fá að lifa við það að svo heilbrigð hagstjórn sé viðhöfð. (ÖJ: Enda er Verslunarráðið ánægt.)