Húsaleigubætur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:45:02 (2786)

1997-12-19 13:45:02# 122. lþ. 49.1 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:45]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er aftur verið að hlutast til um málefni borgarans. Hann má ekki leigja sér íburðarmikið og óhóflegt húsnæði og leigan má ekki vera verulega hærri en markaðsleiga hvað sem það er. Í frv. eru alls konar ákvæði önnur sem ég get ekki fallist á að verið sé að setja í lög og greiði því atkvæði með þessu.