Húsaleigubætur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:46:05 (2787)

1997-12-19 13:46:05# 122. lþ. 49.1 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:46]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lagt til að fellt verði niður það ákvæði að tekjur barna undir 20 ára teljist ekki með tekjum fjölskyldunnar en aftur á móti allar aðrar tekjur. Hér getur verið um að ræða sjómenn sem eru með mjög háar tekjur. Ég skil ekki af hverju þær tekjur eiga ekki að teljast með en hins vegar skúringartekjur móðurinnar sem skúrar á kvöldin. Auk þess er lagt til að fellt verði niður að tekjur fólks sem eru í skólanámi teljist ekki með tekjum fjölskyldunnar vegna þess að fólk getur skráð sig í skólanám án þess að stunda námið. Ég greiði atkvæði með þessu.