Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:00:14 (2793)

1997-12-19 14:00:14# 122. lþ. 49.3 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:00]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Verið er að greiða atkvæði um þriðju tilraun hæstv. sjútvrh. á þremur árum til að koma böndum á stjórn á veiðum smábátanna. Í frv. er ýmislegt til bóta frá því sem nú er en það breytir því ekki að verið er að innleiða kvótabraskið handahófskennt í stjórn fiskveiða hjá smábátunum.

Virðulegi forseti. Af þessum sökum greiðir þingflokkur jafnaðarmanna ekki atkvæði í málinu.