Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:00:49 (2794)

1997-12-19 14:00:49# 122. lþ. 49.3 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:00]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þetta frv. er hluti af hrakfallasögu sem lengist ár frá ári í tíð hæstv. ríkisstjórnar við að reyna að koma einhverjum skikk á stjórn sóknar smábáta. Í þessu frv. eru að vísu bæði ákvæði sem horfa til bóta en önnur sem vísa í gagnstæða átt. Sú rýmkun á sóknardögum róðrardaga báta sem er lögð til í frv. fyrir yfirstandandi fiskveiðiár linar að sönnu nokkuð þjáningar þeirra. Á hinn bóginn er í frv. ákvæði sem varða sérstaklega framsal og leigu á þorskaflahámarki sem innleiða viðskipti eða brask með veiðiheimildir einnig í þessum hluta flotans. Það gagnrýnum við í stjórnarandstöðunni sérstaklega. Með vísan til þessa sitjum við hjá við afgreiðslu málsins.