Aukatekjur ríkissjóðs

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:22:46 (2802)

1997-12-19 14:22:46# 122. lþ. 49.9 fundur 304. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (dómsmálagjöld o.fl.) frv. 143/1997, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:22]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér kemur til atkvæða einstaklega ógeðfelld lagasetning. Fyrst og fremst er verið að setja skatta á fólk sem á í fjárhagsörðugleikum. Það er verið að hækka gjöld á fólki sem missir eigur sínar í fjárnám eða á nauðungarsölu. Hér er um skattstofn að ræða vegna þess að tekjur af þessum gjöldum eru yfir 300 millj. og eiga að hækka um 30 millj. Við leggjumst fyrst og fremst gegn ákvæðum í 4. og 5. gr. þessa frv. svo og ákvæðum um sérstaka nýja skattlagningu varðandi birtingu skipulagsskrár í Stjórnartíðindum auk hækkana á ýmsum gjöldum eins og fyrir ættleyfingarleyfi og annað slíkt. Okkur finnst, herra forseti, að framkoma ríkísstjórnarinnar við þá skattlagningaraðferð sem hún beitir sé komin út í öfgar.

Við munum greiða atkvæði gegn einstökum greinum en sitja hjá við aðrar.