Aukatekjur ríkissjóðs

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:29:05 (2807)

1997-12-19 14:29:05# 122. lþ. 49.9 fundur 304. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (dómsmálagjöld o.fl.) frv. 143/1997, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:29]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Á þeim hagvaxtartímum sem við erum að upplifa eru þeir sem minnst mega sín í samfélaginu helsti skattstofn sem hæstv. ríkisstjórn getur fundið.

Virðulegi forseti. Ekki eru nema tvö ár eða svo síðan annar ríkisstjórnarflokkurinn þeysti um héruð og lofaði því að vera með fólk í fyrirrúmi og ég hlýt að spyrja í þessu samhengi: Er Framsfl. ekki með óbragð í munninum vegna þessarar hækkunar? Ég vil aðeins segja, virðulegi forseti, að ég greiði atkvæði gegn svona fyrirbæri.