Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:39:52 (2811)

1997-12-19 14:39:52# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:39]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Í umfjöllun félmn. um málið kom fram að alls er óvíst að Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga geti lagt eitthvað af mörkum til rekstrar vinnumiðlana og Vinnumálastofnunar félmrn. Í lögum um sjóðinn voru settir ýmiss konar varnaglar, m.a. að heimilt yrði að skerða bætur vegna þess að alls óvíst þótti að sjóðurinn gæti staðið undir tryggingum við félaga sína. Ég tel því að tillagan sé aldeilis fráleit og greiði atkvæði gegn henni.