Fjárlög 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 17:21:10 (2827)

1997-12-19 17:21:10# 122. lþ. 49.14 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[17:21]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veit eiginlega ekki hvað er verið að fara í þessum hártogunum. Ég spyr bara: Ætli sé ráð nema í tíma sé tekið. Einhvers staðar heyrði ég að það hefði verið haft eftir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að til þess að fjármunir væru í lagi á Íslandi þyrfti að vera 5 milljarða afgangur í tekjuöflun. Ég spyr hv. varaformann fjárln. hvort hann kannist eitthvað við þessar tölur? Ég heyrði ekki betur en hv. þm. Sturla Böðvarsson tæki undir að það ætti að bæta hlustunar- og móttökuskilyrði fyrir útvarp og sjónvarp, 100--200 millj. í þeim málum hugsa ég að séu litlir peningar. Þá er orðið eitthvað lítið eftir til afgangs ef það á að leggja einhverja áherslu á þau mál sem ég tek fyllilega undir að þurfi að gera.

En ég vil sjá fyrir þá tekjuvöntun sem blasir við okkur. Þess vegna leggjum við fram tillögur um að fyrirtækin skili til baka því sem þau fengu á krepputímanum.