Fjárlög 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 21:52:57 (2863)

1997-12-19 21:52:57# 122. lþ. 49.14 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[21:52]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem ég vildi vekja athygli hæstv. fjmrh. á er að hér er ætlunin að leggja nefskatt á hvert símtæki sem eftir því sem ég kemst næst var ætlunin að innheimta í gegnum Póst og síma. Lögin kveða skýrt á um að ríkissjóður og sveitarfélög eigi að fjármagna þetta. Það er alveg klárt. Ef ætlunin er í fjárlögum að leggja á einhvern nefskatt er því alveg ljóst, og hæstv. fjmrh. veit það manna best, að það getur ekki gengið.