Fjárlög 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 21:54:27 (2865)

1997-12-19 21:54:27# 122. lþ. 49.14 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[21:54]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara vekja athygli hæstv. ráðherra á því að yfirmenn Pósts og síma hafa upplýst samgöngunefndarmenn um að ætlunin er að innheimta þetta í gegnum Póst og síma sem einhvers konar nefskatt. Það hefur komið fram og þess vegna spyr ég hæstv. fjmrh. og spurði hann áðan og hann svaraði því að þetta yrði gert löglega þannig að ég get ekki túlkað það öðruvísi en svo að annaðhvort verði fallið frá þeim áætlunum sem eru í fjárlögum um að ná þessu inn með einhvers konar nefskatti eða að hæstv. ráðherra komi hér á morgun, á síðasta degi þingsins, og reyni þá að koma inn einhverri grein til að bjarga þessu hallærislega máli fyrir horn.