Skaðabótalög

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 14:46:43 (2933)

1997-12-20 14:46:43# 122. lþ. 50.4 fundur 58. mál: #A skaðabótalög# (endurskoðun laganna) frv. 149/1997, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[14:46]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta mál sem við erum að ræða hérna skiptir mjög miklu máli og hv. þm. Hjálmar Jónsson á hrós skilið fyrir sitt frumkvæði í málinu. Ég tók hins vegar eftir því að þegar hann var að ræða þetta bréf frá Vátryggingaeftirlitinu, þá var nú svo að skilja sem hv. þm., sem er bærilega greindur, ætti eigi að síður nokkuð erfitt með að skilja nákvæmlega hvað það var sem Vátryggingaeftirlitið var að bjóða og þess vegna spyr ég hv. þm.: Er hann þess fullviss hvað það er sem Vátryggingaeftirlitið segir í bréfinu og er hann þess fullviss að þær upplýsingar, sem hann hefur óskað eftir og ég tel að varði miklu að komi fram, muni berast á grundvelli þess bréfs sem hann var hér að lesa upp úr áðan?