Skaðabótalög

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 14:48:28 (2935)

1997-12-20 14:48:28# 122. lþ. 50.4 fundur 58. mál: #A skaðabótalög# (endurskoðun laganna) frv. 149/1997, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[14:48]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. segist líta svo á að Vátryggingaeftirlitið ætli að gefa þessar upplýsingar. Spurningin er hins vegar: Lítur Vátryggingaeftirlitið svo á? Hv. þm. segir að nokkur þoka sé í bréfinu og ég verð að segja að það hefur verið meira en lágskýjað. Það hefur eiginlega ekkert útsýni verið í þeim yfirlýsingum sem hafa gengið frá Vátryggingaeftirlitinu og tryggingafélögunum í þessu máli. Þess vegna velti ég fyrir mér: Hefði ekki verið réttara að fá fulltrúana aftur á fund í hv. allshn. og fá það skýrt og skorinort fram hvað það er sem þeir eru að leggja til? Sjálfur hefði ég talið æskilegt að við þennan lagatexta væri hnýtt að þessi nefnd þriggja hæstaréttarlögmanna fengi starfsmann og jafnframt lagaheimild til þess að fara inn í gögn Vátryggingaeftirlitsins og vinna úr þær upplýsingar sem eftirlitið hefur þverskallast við illu heilli að veita.