Skaðabótalög

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 14:49:25 (2936)

1997-12-20 14:49:25# 122. lþ. 50.4 fundur 58. mál: #A skaðabótalög# (endurskoðun laganna) frv. 149/1997, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[14:49]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það segir hér, með leyfi forseta, í bréfinu:

,,Vátryggingaeftirlitið vill, svo sem frekast er unnt og lög og starfsskyldur þess leyfa, aðstoða þá nefnd sem vinnur það mikilvæga starf að endurskoða skaðabótalög.``

Þetta er þó í öllu falli skýrt. Svo koma vissulega fyrirvarar síðar í bréfinu sem valda því að ég segi að fylgjast þurfi með þessu áfram. Ég á ekki von á því eftir alla þá umræðu sem átt hefur sér stað á hinu háa Alþingi, í fjölmiðlum og í þjóðfélaginu vítt og breitt að opinber stofnun fari að þverskallast við að sinna sínu sjálfsagða og eðlilega hlutverki fyrir þegna landsins.