Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 16:28:10 (2956)

1997-12-20 16:28:10# 122. lþ. 50.2 fundur 249. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv. 129/1997, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[16:28]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lagt til að í lífeyrissjóðunum verði beint lýðræði, þ.e. sjóðfélagar fái að kjósa stjórnina beinni kosningu. Eins og atkvæðataflan sýnir er greinilegt að hv. þingmenn hafa ekki trú á lýðræðinu og hafa ekki trú á því að sjóðfélagar geti kosið sér stjórn sína sjálfir. Ég býst við því að hv. þingmenn muni heilsa kjósendum sínum í kjördæminu, sem eru allir í lífeyrissjóðum, og segja þeim að þeir ágætu kjósendur hafi ekki vit né þroska til þess að kjósa sér stjórn í lífeyrissjóðunum. Ég greiði tillögunni atkvæði mitt.