Tekjuskattur og eignarskattur

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 16:36:04 (2959)

1997-12-20 16:36:04# 122. lþ. 50.3 fundur 338. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sala og fyrning aflahlutdeildar) frv. 118/1997, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[16:36]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér kemur til atkvæða tillaga okkar um að vísa þessu frv. um fyrningu kvóta til ríkisstjórnarinnar. Málið er ekki nógu vel undirbúið og það á að keyra það í gegnum þingið á örfáum dögum. Í frv. eru fjölmörg álitaefni sem hefði þurft að skoða betur í þingnefnd. Það ber enga brýna nauðsyn til að afgreiða málið núna fyrir áramót. Það hefði verið hægt að stuðla að samþykkt frv., ef það hefði verið vilji meiri hluta Alþingis, fljótlega eftir áramót en þá að fengnum umsögnum og vandaðri skoðun.