Skaðabótalög

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 16:44:46 (2962)

1997-12-20 16:44:46# 122. lþ. 50.4 fundur 58. mál: #A skaðabótalög# (endurskoðun laganna) frv. 149/1997, HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[16:44]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Það verður að skilja bréf Vátryggingaeftirlitsins til allshn. frá í gær svo að eftirlitið hafi nú í hyggju, án undanbragða, að ljá nefndinni sem endurskoðar skaðabótalögin atbeina sinn við öflun þeirra upplýsinga sem nefndin vill fá, en eftirlitið hafði áður neitað nefndinni um þetta. Það verður að leggja áherslu á að þessari öflun upplýsinga verði hraðað svo sem kostur er og verður ekki séð að það þurfi að taka einhverja mánuði eins og orðað er í bréfinu, enda tók það Samband ísl. tryggingafélaga innan við tvær vikur að taka saman mun umfangsmeiri upplýsingar um sömu tjónamál í nóvember 1995. Verði misbrestur eða óþarfa tafir á að nefndin fái undanbragðalaust umbeðnar upplýsingar áskil ég mér rétt til að taka málið upp að nýju á þessu þingi. Með vísun til þessa segi ég já.