Fjáröflun til vegagerðar

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 16:48:49 (2965)

1997-12-20 16:48:49# 122. lþ. 50.5 fundur 371. mál: #A fjáröflun til vegagerðar# frv. 128/1997, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[16:48]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Í brtt. felst að fella niður álag á þungaskatt hjá leigubílum, sendibílum, smærri vörubílum og rútum. Þetta eru um 600 bílar. Samkeppnisráð telur að þetta álag raski samkeppnisskilyrðum og það er ástæðan fyrir þessu frv. Meiri hluti efh.- og viðskn. vill hins vegar setja álag á þungaskatt hjá öðrum bifreiðum, 400 talsins, og jafna samkeppnisskilyrðin með skattahækkun. Ég vil hins vegar jafna samkeppnisskilyrðin hjá þessum 600 bílum með skattalækkun. Þetta snýst um óverulega heildarupphæð eða 20 millj. kr. Ríkissjóður hefur hins vegar haft mörg hundruð millj. kr. meira út úr þungaskatti en áætlað var. Útfærsla meiri hlutans er íþyngjandi fyrir þessa atvinnugrein og þá einstaklinga sem þar starfa.