Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 17:48:06 (2972)

1997-12-20 17:48:06# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GHelg (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[17:48]

Guðrún Helgadóttir:

Hæstv. forseti. Hér er ekki verið að leggja til að hafa nein áhrif á fjárlögin heldur einungis óskað eftir því að hið aldna félag, Hið íslenska þjóðvinafélag, megi áfram eins og það hefur verið vera sérliður undir Alþingi en ekki hverfa inn í lið sem heitir: Sérverkefni. Ég get nú ekki ímyndað mér að nokkur hv. þm. hafi á móti því að þetta gamla félag sem sjálfur Jón Sigurðsson stofnaði megi ekki áfram standa sem sérstakur liður á fjárlögum. Breytingin hefur engin áhrif á framlögin.