Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 17:51:53 (2973)

1997-12-20 17:51:53# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[17:51]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Mikið metnaðarleysi einkennir þessi fjárlög á mörgum sviðum. Það er alkunna hvaða útreið heilbrigðismálin fá og sömuleiðis samgöngumálin sem eru skorin harkalega niður í miðju góðærinu. Sú útreið er orðin víðfræg og illræmd. En það má nefna til fleiri málaflokka og þá ekki síður þá sem tengjast landsbyggðinni. Tvær opinberar stofnanir í mínu kjördæmi fá mjög harkalega útreið við þessa fjárlagaafgreiðslu og á ég þar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Háskólann á Akureyri sem fær á engan hátt sæmandi úrlausn miðað við þau áform sem uppi eru um uppbyggingu þeirrar stofnunar og almennt hafa notið stuðnings.

Ég leyfi mér því að leggja til að til stofnkostnaðar verði sérstaklega merktar 40 millj kr. til framkvæmda við Háskólann á Akureyri á komandi ári og Alþingi undirstriki þannig vilja sinn til þess að þessi stofnun verði byggð myndarlega upp.