Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:02:17 (2978)

1997-12-20 18:02:17# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:02]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þetta er tillaga um fjárveitingu til þess að einhverfir og fatlaðir með Asperger-heilkenni fái þjónustu. Þeir hafa ekki fengið þá þjónustu sem þeim ber. Með fjárveitingunni sem er í fjárlagafrv. núna verða stórir hópar út undan og þeir munu ekki fá heildstæða þjónustu nema til komi þessar 5 millj. sem hér eru lagðar til. Það er óviðunandi og þess vegna styð ég þessa tillögu.