Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:10:22 (2984)

1997-12-20 18:10:22# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:10]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Hér er verið að leggja til aukna fjárveitingu upp á 100 millj. til viðhalds Sjúkrahúss Reykjavíkur og ég styð það að sjálfsögðu. En það er nauðsynlegt að þingheimur geri sér grein fyrir því að fimm sinnum hærri upphæð þarf til þess að ljúka brýnasta viðhaldi og tólf sinnum hærri upphæð þarf til þess að ljúka því algerlega.