Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:12:21 (2987)

1997-12-20 18:12:21# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:12]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Hér er vitaskuld um algera skiptimynt að ræða í þá miklu þörf sem fyrirsjáanleg er og augljós er hjá sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Og það að þessi umtalaða stýrinefnd sem virðist eiga að vera eins konar kraftaverkahópur eigi að leysa vanda sem hljóðar upp á milljarða kr. með einhverjum smáaurum, svipar til þess eins og þegar frelsarinn forðum gat mettað þúsundir með fáeinum fiskum og brauðmolum. Mikil er trú mín en ekki svo mikil að stýrinefndin góða leysi þetta vandamál. Ég greiði ekki atkvæði.