Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:41:45 (2992)

1997-12-20 18:41:45# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:41]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Hæstv. forseti. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, stefnufestu og sjálfsaga til að stjórna í góðæri. Við þessi fjárlög gengur núverandi ríkisstjórn undir próf hvort hún hefur festu og aga sem þarf til að varðveita stöðugleikann. Til að koma í veg fyrir hækkandi gengi, versnandi samkeppnisstöðu, vaxandi viðskiptahalla og hækkandi vexti hefði þurft að afgreiða fjárlög með nálægt 5 milljarða tekjuafgangi. Hver er svo útkoma á prófinu? Sala eigna, áfallnar lífeyrisskuldbindingar, uppsöfnuð fjárvöntun sjúkrahúsa og niðurskurður í velferðarkerfi sýna bullandi fjárvöntun þrátt fyrir aukna veltu og neyslu sem mun gefa milljarða tekjuauka í ríkissjóð. Það er verið að bjóða heim hættu á verðbólgu, skuldasöfnun og versnandi kaupmætti í miðju góðærinu.

Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn biðlistanna, virðist ekki hafa þau sterku bein sem þarf. Hún er fallin á prófinu. Þingflokkur jafnaðarmanna mun sitja hjá við afgreiðslu fjárlaganna.