Þingfrestun

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:52:27 (2999)

1997-12-20 18:52:27# 122. lþ. 51.92 fundur 159#B þingfrestun#, forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:52]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

,,Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsrh. umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 122. löggjafarþings, frá 20. desember 1997 til 27. janúar 1998.

Gjört í Reykjavík, 19. desember 1997.

Ólafur Ragnar Grímsson.

-------------------

Davíð Oddsson.

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.``

Samkvæmt þessu umboði og með tilvísun til samþykkis Alþingis lýsi ég hér með yfir því að fundum Alþingis, 122. löggjafarþings, er frestað.

Leyfi ég mér að óska hv. alþingismönnum og starfsmönnum þingsins, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs.