Ferill 20. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 20 – 20. mál.



Beiðni um skýrslu



frá fjármálaráðherra um raðsmíðaskip.

    Frá Einari K. Guðfinnssyni, Arnbjörgu Sveinsdóttur, Árna R. Árnasyni,


Össuri Skarphéðinssyni, Kristni H. Gunnarssyni, Magnúsi Stefánssyni,


Kristínu Ástgeirsdóttur, Vilhjálmi Egilssyni, Ágústi Einarssyni,


Einari Oddi Kristjánssyni, Guðrúnu Helgadóttur,


Pétri H. Blöndal og Kristjáni Pálssyni.



    Með vísan til 46. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um smíði svokallaðra raðsmíðaskipa. Í skýrslunni komi m.a. fram upplýsingar um eftirfarandi atriði:
1.     
       a.      Hver var ástæða þess að ráðist var í smíði svokallaðra raðsmíðaskipa?
       b.      Hve mörg skip voru smíðuð og hvar?
       c.      Var á þessum tíma talin þörf á aukinni sóknargetu íslenska fiskiskipaflotans?
       d.      Var kaupendum skipanna gert að úrelda skip á móti og hver var heildarrúmmetrafjöldi skipanna? Hvaða reglur giltu almennt um endurnýjun fiskiskipa á þeim tíma sem skipin voru seld?
2.     
       a.      Voru önnur skip smíðuð hér á landi á smíðatíma skipanna? Ef svo er, hvar voru þau smíðuð?
       b.      Hvaða aflaheimildir fengu raðsmíðaskipin hvert um sig til ráðstöfunar þegar þau fengu veiðileyfi? Voru þær aflaheimildir úr stofnum sem taldir voru vannýttir?
3.     
       a.      Hver var kostnaður við smíði hvers raðsmíðaskips fyrir sig, að meðtöldum vöxtum á smíðatímanum?
       b.      Hvert var söluverð þessara skipa, hvers og eins? Hvenær voru skipin seld og afhent?
       c.      Ef mismunur var á smíðakostnaði og söluverði skipanna, hver fjármagnaði hann?
       d.      Var á þessum tíma veitt aðstoð frá opinberum aðilum vegna nýsmíði annarra skipa en raðsmíðaskipa?
4.     
       a.      Hvaða lán ábyrgðist Ríkisábyrgðasjóður vegna raðsmíðaskipanna, þ.e. hver var upphafleg fjárhæð hvers láns um sig, útgáfudagur, lánskjör, lánveitandi og hvernig skiptust þau á hvert skip fyrir sig? Hvert er framreiknað virði þessara lána nú með samnings vöxtum? Hvaða tryggingar tók Ríkisábyrgðasjóður fyrir ábyrgðunum? Voru þær full nægjandi?
       b.      Hver voru sambærileg lánakjör Fiskveiðasjóðs á þessum tíma til nýsmíði skipa?
       c.      Hefur verið gengið frá lánunum að fullu við ríkissjóð? Ef svo er, hver var heildarskuld hvers og eins skips þegar því uppgjöri lauk, að meðtöldum dráttarvöxtum?
       d.      Hver var ástæða þess að svo langur tími leið frá því að skipin voru seld þar til fullnaðaruppgjör fór fram?
       e.      Hvert var heildartap Ríkisábyrgðasjóðs (ríkissjóðs) af smíði raðsmíðaskipanna, bæði tap skipasmíðastöðvanna vegna smíðanna og eins tap vegna yfirtekinna lána?
    Allar fjárhæðir miðist við verðlag 1. janúar 1997.