Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 32 – 32. mál.


Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um risnu-, bifreiða- og ferðakostnað Landsbankans, Búnaðarbankans og Seðlabankans.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



1.      Hver var risnu-, bifreiða- og ferðakostnaður Landsbankans, Búnaðarbankans og Seðlabankans 1993– 97? Óskað er sundurliðunar á eftirfarandi upplýsingum í rekstri bankanna frá og með árinu 1993 til 1. október 1997:
       I.      Risnukostnaður:
             a.      Föst risna greidd einstökum starfsmönnum.
             b.      Risna greidd samkvæmt reikningi.
                Óskað er upplýsinga um stöðuheiti þeirra sem fá greidda risnu samkvæmt a-lið og sundurliðun á helstu kostnaðarliðum.
       II.      Ferðakostnaður:
             a.      Ferðakostnaður innan lands, þar með taldir dagpeningar.
             b.      Ferðakostnaður utan lands, þar með taldir dagpeningar.
                Óskað er upplýsinga um sundurliðun á ferðakostnaði og dagpeningum, fjölda ferða einstakra starfsmanna og stöðuheiti, greiðslur til maka stjórnenda og tilgang ferðanna.
       III.      Bifreiðakostnaður:
             a.      Fjöldi ríkisbifreiða (tegund og árgerð) og rekstrarkostnaður þeirra.
             b.      Notkun bílaleigubifreiða.
             c.      Notkun leigubifreiða.
             d.      Greiðslur fyrir afnot af bifreiðum starfsmanna.
                Óskað er eftir að fram komi fjöldi og stöðuheiti þeirra starfsmanna/stjórnenda sem falla undir a-lið annars vegar og d-lið hins vegar.
2.      Hafa bankastjórar eða aðrir stjórnendur bankanna aðrar starfstengdar greiðslur eða fríðindi en að ofan greinir, t.d. laxveiðifríðindi?
3.      Hvenær og af hvaða ástæðum var hætt að birta í ársreikningum bankanna sundurliðaða þá rekstrarþætti sem að framan greinir?


Skriflegt svar óskast.