Ferill 34. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 34 – 34. mál.



Fyrirspurn



til forsætisráðherra um framkvæmd 12. gr. jafnréttislaga.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



1.      Hve oft hefur verið minnt á 12. gr. jafnréttislaganna frá því að hún var lögtekin árið 1991
       a.      í bréfum einstakra ráðherra þar sem óskað er tilnefningar í stjórnir, ráð og nefndir,
       b.      í sambærilegum bréfum stjórnenda ríkisstofnana,
       c.      í bréfum stjórnenda sveitarfélaga?
2.      Er meira um að bæði kynin séu tilnefnd ef minnt er á 12. gr. jafnréttislaganna í bréfum fyrrgreindra aðila en ef það er ekki gert?

Greinargerð.


    Í framhaldi af opnu bréfi fyrirspyrjanda til menntamálaráðherra (Mbl. 21. ágúst 1997), svargrein hans (Mbl. 23. ágúst) og svargrein fyrirspyrjanda (Mbl. 11. september) er ljóst að menntamálaráðherra hefur ekki farið að lögum þegar hann bað bréflega um tilnefningar í Rannsóknarráð Íslands, sem nýlega hefur verið skipað og í eiga sæti níu karlar og tvær konur. Ráðherrann viðurkennir að hafa ekki farið að 12. gr. jafnréttislaga, nr. 28/1991, sem hljóðar svo:
    „ Í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka skulu, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar og skal ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeigandi stjórnir, nefndir og ráð.“
    Tilgangur þessarar fyrirspurnar er að kanna hvort almennt er farið eftir þessari lagagrein.


Skriflegt svar óskast.