Ferill 103. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 103 – 103. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um elli- og örorkulífeyrisþega.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



1.      Hve margir ellilífeyrisþegar fengu fulla tekjutryggingu og grunnlífeyri annars vegar og hins vegar heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót sl.10 ár, sundurliðað eftir árum og kyni? Óskað er eftir að fram komi hve hátt hlutfall af heildarfjölda 67 ára og eldri hefur haft fulla tekjutryggingu og grunnlífeyri hvert ár um sig og hve hátt hlutfall hafi einnig haft heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót.
2.      Hve margir örorkulífeyrisþegar fengu fulla tekjutryggingu og grunnlífeyri annars vegar og hins vegar heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum og kyni?
3.      Hverjar telur ráðherra vera helstu skýringar á því að örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað úr 3.456 í 7.834 á árunum 1985–96?


Skriflegt svar óskast.