Ferill 157. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 157 – 157. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um breytingar á kjörum lífeyrisþega almannatrygginga.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvaða breytingar hafa verið gerðar á reglum (lögum, reglum, reglugerðum og vinnureglum sem hafa áhrif á kjör lífeyrisþega almannatrygginga) um
            a.      grunnlífeyri ellilífeyris,
            b.      grunnlífeyri örorkulífeyris,
            c.      tekjutryggingu (tekjutengingu, frítekjumörk gagnvart almennum tekjum og lífeyrissjóðstekjum) ellilífeyris,
            d.      tekjutryggingu (tekjutengingu, frítekjumörk gagnvart almennum tekjum og lífeyrissjóðstekjum) örorkulífeyris,
            e.      heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót ellilífeyris,
            f.      heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót örorkulífeyris,
            g.      sérstaka uppbót, svokallaða uppbót á lífeyri,
            h.      makabætur,
         undanfarin fimm ár og hvenær voru þær gerðar?
     2.      Hvenær og hvernig hafa upphæðir
            a.      grunnlífeyris,
            b.      tekjutryggingar,
            c.      heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar,
            d.      makabóta,
        breyst á umræddu tímabili?
     3.      Hvenær og hvernig breyttust frítekjumörk grunnlífeyris á tímabilinu?
     4.      Hvenær hafa viðbótarupphæðir, svo sem orlofsuppbót, desemberuppbót o.fl., lagst ofan á grunnlífeyrinn?
     5.      Er lífeyrisþegum mismunað eftir því hvenær þeir hafa sótt um heimilisuppbæturnar?
     6.      Hversu margir öryrkjar sem fá greiðslur úr almannatryggingunum fá
            a.      engar greiðslur úr lífeyrissjóði,
            b.      undir 5.000 kr.,
            c.      undir 10.000 kr.,
            d.      undir 20.000 kr.?
     7.      Hversu margir ellilífeyrisþegar sem fá greiðslur úr almannatryggingunum fá
            a.      engar greiðslur úr lífeyrissjóði,
            b.      undir 5.000 kr.,
            c.      undir 10.000 kr.,
            d.      undir 20.000 kr.?
     8.      Hversu margir ellilífeyrisþeganna sem spurt er um í 7. tölulið voru öryrkjar áður en þeir hófu töku ellilífeyris, í hverjum flokki fyrir sig?


Skriflegt svar óskast.