Ferill 158. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 158 – 158. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um breytingar á réttindum lífeyrisþega í sjúkratryggingum.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvernig hafa eftirtalin þjónustugjöld lífeyrisþega í heilbrigðiskerfinu breyst á undanförnum fimm árum:
            a.      greiðslur fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, á dagvinnutíma og utan hans,
            b.      greiðslur fyrir læknisvitjun til sjúklings, á dagvinnutíma og utan hans,
            c.      greiðslur fyrir komu til sérfræðings,
            d.      greiðslur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir?
     2.      Hvernig og hvenær hafa reglur um árlegar hámarksgreiðslur fyrir heilsugæslu- og læknisþjónustu og réttindi til slíkra greiðslna breyst á síðustu fimm árum?
     3.      Hvenær, hversu oft og hvernig hafa reglur um endurgreiðslu vegna mikils læknis- og lyfjakostnaðar breyst undanfarin fimm ár?
     4.      Hversu oft og hvernig hafa reglur um þátttöku sjúkratrygginga og hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði breyst sl. fimm ár?


Skriflegt svar óskast.