Ferill 29. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 196 – 29. mál.Svarmenntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um innheimtu endurinnritunar gjalds.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Hvaða framhaldsskólar hafa innheimt sérstakt endurinnritunargjald (fallskatt), sbr. 7. gr. laga um framhaldsskóla?
2.      Hversu háar upphæðir er um að ræða
       a.      í heild,
       b.      hjá einstökum skólum?
3.      Eru dæmi um að nemendum hafi verið vísað frá námi vegna þess að þeir hafi ekki greitt gjaldið?


    Leitað var upplýsinga hjá 34 framhaldsskólum og bárust svör frá þeim öllum. Af þeim hef ur 21 skóli innheimt endurinnritunargjald:
Skóli

Kr.

Menntaskólinn í Reykjavík
111.000
Menntaskólinn á Akureyri
123.000
Menntaskólinn við Hamrahlíð
801.500
Menntaskólinn við Sund
48.000
Framhaldsskóli Vestfjarða
4.000
Menntaskólinn á Egilsstöðum
128.500
Menntaskólinn í Kópavogi
337.500
Kvennaskólinn í Reykjavík
81.000
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
1.020.000
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
311.500
Flensborgarskóli
425.500
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
478.000
Fjölbrautaskóli Vesturlands
220.500
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
212.500
Fjölbrautaskóli Suðurlands
354.000
Verkmenntaskólinn á Akureyri
569.500
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
359.000
Framhaldsskólinn á Húsavík
27.500
Framhaldsskólinn á Laugum
49.500
Borgarholtsskóli
273.000
Iðnskólinn í Reykjavík
621.000
Samtals
6.556.000

    Samkvæmt upplýsingum frá skólunum eru ekki dæmi um að nemendum hafi verið vísað frá námi vegna þess að þeir hafi ekki greitt gjaldið.