Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 202 – 63. mál.



Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um kísilmálmverksmiðju á Reyðar firði.

     1.      Hver er staða athugana á byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði?
    Í skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju sem lögð hefur verið fyrir Alþingi á þingskjali 68 er gerð grein fyrir endurskoðun áforma um kísil málmvinnslu. Auk þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslunni hefur markaðsskrifstofa iðn aðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) nýverið undirritað samkomulag við orku- og stór iðjunefnd Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (OSSA) um sameiginlegar athuganir á aðstæð um og undirbúningi fyrir stóriðju á Reyðarfjarðarsvæðinu. Sérstök verkefnisstjórn hefur ver ið tilnefnd sem í sitja tveir fulltrúar frá hvorum aðila og mun starfsmaður hennar hafa aðsetur á Reyðarfirði. Meðal verkefna verkefnisstjórnarinnar er endurskoðun á áformum um bygg ingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Endurskoðunin er á byrjunarstigi, sbr. framan greinda skýrslu iðnaðarráðherra.

     2.      Hafa að undanförnu átt sér stað viðræður við erlenda aðila um málið?
    Engar viðræður hafa átt sér stað við hugsanlega erlenda samstarfsaðila enda málið á byrjunarstigi.

     3.      Er ríkisstjórnin reiðubúin að taka frumkvæði í málinu, ef hagkvæmt þykir, með innlendri fjármögnun eins og gert var ráð fyrir er lög voru sett um verksmiðjuna árið 1982?
    Eins og áður er komið fram er málið á byrjunarstigi, og því ekki tímbært að taka afstöðu til spurningarinnar. Það frumkvæði sem iðnaðarráðuneytið, MIL og OSSA hafa tekið lýtur að endurskoðun eldri áætlana og leit að erlendum samstarfsaðila sem hefur reynslu af rekstri slíkra verkefna og þekkingu á markaðinum.