Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 217 – 207. mál.Tillaga til þingsályktunarum flugmálaáætlun árin 1998–2001.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)    Alþingi ályktar að framkvæmdum í flugmálum og rekstri flugvalla skuli hagað samkvæmt eftirfarandi flugmálaáætlun fyrir árin 1998–2001.

I. ÁÆTLUN UM FJÁRÖFLUN OG GJÖLD


(Fjárhæðir í millj. kr.)1998 1999 2000 2001
1.1 Flugmálaáætlun
    Tekjur
    1. Flugvallagjald 561 583 600 618
    2. Eldsneytisgjald 62 65 67 69
623 648 667 687
    Gjöld
    Til rekstrar 190 145 100 100
    Flugstöð Leifs Eiríkssonar 60 73 82 92
    Reykjavík 29 105 206 224
    Aðrir flugvellir og fleira 344 325 279 271
623 648 667 687
1.2 Flugmálastjórn
    Tekjur
    Ríkistekjur 113 113 113 113
    Sértekjur 191 191 191 191
    Frá flugmálaáætlun 190 145 100 100
    Framlag á fjárlögum 462 507 552 552
956 956 956 956
    Gjöld
    Rekstur flugvalla 344 344 344 344
    Annar rekstur 559 559 559 559
    Hlutdeild Flugmálastjórnar v/Alþjóðaflugþjónustu
29

29

29

29
    Hlutdeild Pósts og síma v/Alþjóðaflugþjónustu
18

18

18

18
    Hlutdeild Veðurstofu v/Alþjóðaflugþjónustu
6

6

6

6
956 956 956 956
1.3 Alþjóðaflugþjónustan
    Tekjur
    Yfirflugsgjöld Flugmálastjórnar 384 384 384 384
    Gjöld
    Rekstur Flugmálastjórnar 413 413 413 413
    Hlutdeild Flugmálastjórnar -29 -29 -29 -29
384 384 384 384


II. SKIPTING ÚTGJALDA
(Fjárhæðir í millj. kr.)

1998 1999 2000 2001
2.1. Rekstur
    1. Allar deildir 956 956 956 956
    2. Alþjóðaflugþjónustan 384 384 384 384
1.340 1.340 1.340 1.340
2.2 Áætlunarflugvellir I
    1. Flugbrautir og hlöð 52 104 242 229
    2. Byggingar 89 84 30 14
     3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 28 45 46 11
169 233 318 254
2.3 Áætlunarflugvellir II
    1. Flugbrautir og hlöð 0 0 0 34
    2. Byggingar 7 0 0 12
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 9 2 2 2
16 2 2 48
2.4 Áætlunarflugvellir III
    1. Flugbrautir og hlöð 18 25 0 5
    2. Byggingar 4 0 0 17
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 8 5 6 2
30 30 6 24
2.5 Flugumferðar- og flugleiðsöguþjónusta 69 73 74 81
2.6 Annar kostnaður 89 92 85 88
2.7 Flugstöð Leifs Eiríkssonar 60 73 82 92
    
Samtals
1.773 1.843 1.907 1.927


III. FLOKKUN FLUGVALLA

3.1     Áætlunarflugvellir I.
        Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Ísafjörður, Hornafjörður, Húsavík og Sauðárkrókur.
3.2     Áætlunarflugvellir II.
        Bíldudalur, Siglufjörður, Vopnafjörður og Grímsey.
3.3     Áætlunarflugvellir III.
        Mývatn, Hólmavík, Raufarhöfn, Gjögur, Kópasker, Þingeyri og Þórshöfn.
3.4     Aðrir flugvellir og lendingarstaðir.
         A. Þjónustuflugvellir: Bakki, Blönduós, Borgarfjörður eystri, Breiðdalsvík, Norðfjörður, Ólafsfjörður, Patreksfjörður, Reykhólar, Reykjanes, Rif, Selfoss, Stykkis hólmur og Vík.
         B. Aðrir flugvellir: Álftaver, Fagurhólsmýri, Fáskrúðsfjörður, Geysir, Grímsstaðir, Herðubreiðarlindir, Hrafnseyri, Húsafell, Hveravellir, Kerlingarfjöll, Kirkjubæjar klaustur, Nýidalur, Skálavatn, Sprengisandur og Þórsmörk.     
         C. Sportflugvellir: Borgarnes, Flúðir, Hella, Melgerðismelar og Sandskeið.
         D. Lendingarstaðir: Arngerðareyri, Bakkafjörður, Búðardalur, Bæir, Dagverðará, Djúpivogur, Grundarfjörður, Hrísey, Hvammstangi, Ingjaldssandur, Kaldármelar, Króksfjarðarnes, Melanes, Sandármelar, Skógarsandur, Steinasandur, Stórholt, Stóri-Kroppur, Tálknafjörður og Þórisdalur.
         E. Lendingarstaðir í eigu og umsjá annarra aðila en Flugmálastjórnar: Auðkúluheiði, Forsæti, Freysnes, Gunnarsholt, Hvolsvöllur, Múlakot, Tungubakkar og Þórisós.

IV. SUNDURLIDUN FRAMKVÆMDA

Staður – verkefnaflokkur 1998 1999 2000 2001
4.1     Reykjavík
    1. Flugbrautir og hlöð 29 95 196 214
    2. Byggingar
    
10 10 10
29 105 206 224
4.2 Akureyri
    1. Flugbrautir og hlöð 5
    2. Byggingar 9 27 10
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 14 10 10 2
28 37 20 2
4.3 Vestmannaeyjar
    1. Flugbrautir og hlöð 29
    2. Byggingar 20 25
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 20 21
20 45 50 0
4.5     Egilsstaðir
    1. Flugbrautir og hlöð 18 4
    2. Byggingar 15 6
18 19 6 0
4.6     Ísafjörður
    1. Flugbrautir og hlöð 17 15
    2. Byggingar 40
40 0 17 15
4.7     Hornafjörður
    1. Flugbrautir og hlöð 5
    2. Byggingar 4
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 10 5
10 10 4 0
4.8     Húsavík
    2. Byggingar 20 7
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 2 10 15 5
22 17 15 5
4.9     Sauðárkrókur
    2. Byggingar 4
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 2 4
2 0 0 8
4.10 Bíldudalur
    2. Byggingar 12
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 9 2 2
9 2 2 12
4.11 Grímsey
    1. Flugbrautir og hlöð 15
    2. Byggingar 7
7 0 0 15
4.12 Siglufjörður
    1. Flugbrautir og hlöð 9
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 2
0 0 0 11
4.13 Þórshöfn
    1. Flugbrautir og hlöð 10
    2. Byggingar 12
    3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 8 5 6 2
8 15 6 14
4.14 Vopnafjörður
    1. Flugbrautir og hlöð 10
0 0 0 10
4.15 Hólmavík
     2. Byggingar 5
0 0 0 5
4.16 Þingeyri
    1. Flugbrautir og hlöð 15 15
15 15 0 0
4.17 Gjögur
    1. Flugbrautir og hlöð 3 5
3 0 0 5
4.18 Mývatn
    2. Byggingar 4
4 0 0 0
4.18 Flugumferðar- og flugleiðsögubúnaður 69 73 74 81
4.19 Annar kostnaður 89 92 85 88
4.20 Flugstöð Leifs Eiríkssonar 60 73 82 92
4.21 Til reksturs flugvalla 190 145 100 100
    Flugmálaáætlun samtals 623 648 667 687


Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


Inngangur.
    Í þessari greinargerð er gefin nánari lýsing á helstu viðfangsefnum, sem koma fram í ofangreindri sundurliðun á framkvæmdum fyrir árin 1998–2001. Þessi viðfangsefni skiptast í þrjá meginflokka:
     1.      Framkvæmdaverkefni tengd einstökum flugvöllum.
     2.      Framkvæmdir við flugumferðar- og flugleiðsögukerfi.
     3.      Annar kostnaður vegna framkvæmda eða kaupa á tækjabúnaði.
    Auk framangreindra framkvæmda fara 60 millj. kr. til framkvæmda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 1998 og nokkru hærri upphæðir næstu ár á eftir.

Framkvæmdaverkefni flugvalla.
    Markmið framkvæmda á flugvöllum landsins er nú einkum að ljúka gerð flugvallarmann virkja sem unnið hefur verið að á helstu áætlunarflugvöllum á undanförnum árum og eru flest komin vel á veg. Jafnframt er nú lögð rík áhersla á að bæta aðflugs- og flugöryggisbúnað, ekki síst lýsingu og annan rafmagnsbúnað, svo sem raflagnir og vararafstöðvar, en segja má að slík verkefni hafi setið á hakanum á undanförnum árum. Þá er gert ráð fyrir að hafist verði handa um uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar sem er mjög brýnt verkefni.
    Verkefnin vegna flugvallarmannvirkja eru tvíþætt, þ.e. flugbrautir og hlöð annars vegar og hins vegar byggingar. Eftirfarandi þættir falla undir liðinn flugbrautir og hlöð:
    —     Uppbygging flugbrauta.
    —     Bundið slitlag.
    —     Öryggissvæði.
    —     Flughlöð.
    —     Bílastæði og lóð.
    Í þessari tillögu að flugmálaáætlun er gert ráð fyrir að verja 709 millj. kr. í þessi verkefni á fjögurra ára tímabilinu, þar af 534 millj. kr. vegna endurbyggingar Reykjavíkurflugvallar.
Undir byggingarframkvæmdir á flugvöllunum koma eftirfarandi þættir:
    —     Flugstöðvar.
    —     Tækjageymslur.
    —     Sandgeymslur.
    Tillagan gerir ráð fyrir að til þessara verkefna verði varið 257 millj. kr. þar af 30 millj. kr. til undirbúnings byggingar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli.
    Á sviði aðflugs- og flugöryggisbúnaðar á flugvöllum er einkum um að ræða flugvallarlýs ingu og raforkukerfi. Alls er gert ráð fyrir að verja 166 millj. kr. til þessa verkefnaflokks á áætlunartímabilinu.

Flugumferðar- og flugleiðsögukerfi.
    Meginmarkmið verkefna á sviði flugumferðar- og flugleiðsögukerfa er að stuðla að auknu flugöryggi, m.a. með því að færa sér í nyt nýjustu tækni á sviði upplýsingatækni, gervi hnattaleiðsögu og gagnafjarskipta. Gott dæmi um þetta er nýtt aðflug að Hornafjarðarflug velli með GPS-gervihnattakerfinu sem tekið verður í notkun haustið 1997. Þessi verkefni skiptast í eftirfarandi meginþætti:
    —     Flugumferðarstjórnarkerfi.
    —     Flugupplýsingakerfi.
    —     Gervihnattaleiðsögukerfi.
    —     Sérhæfðan prófanabúnað.
    —     Rannsóknarverkefni.
    Til flugumferðarstjórnarkerfa er gert ráð fyrir að verja 80 millj. kr. á fjögurra ára tímabili til að standa við skuldbindingar við ICAO um þátttöku í framkvæmdum vegna alþjóðaflug þjónustunnar. Gert er ráð fyrir að til annarra verkefna, sem einkum eru vegna þjónustu við innanlandsflugið, verði varið 217 millj. kr. á tímabilinu.

Aðrar framkvæmdir og búnaður.
    Hér er um að ræða framkvæmdaverkefni við flugvelli aðra en áætlunarflugvelli og fram lög til tækjasjóðs auk nokkurra fjármuna til kaupa á tækjabúnaði, einkum slökkvibúnaði, sem ekki hefur verið ráðstafað til tiltekinna flugvalla.
    Til flugvalla og lendingarstaða, sem ekki er þjónað með áætlunarflugi, er áætlað að verja 48 millj. kr. Um er að ræða 61 flugvöll og lendingarstaði þar af 12 þjónustuflugvelli sem flestir voru áætlunarflugvellir fyrr á árum.
    Stofnun tækjasjóðs er nýmæli sem gert er ráð fyrir að standi undir endurnýjun á þeim tækjabúnaði sem notaður er á flugvöllum landsins, t.d. til snjóruðnings og brautarhreinsunar. Gert er ráð fyrir að framlag til sjóðsins verði 27 millj. kr. á fyrsta ári og hækki í 36 millj. kr. í lok tímabilsins.
    Auk framangreindra verkefna er að venju gert ráð fyrir nokkru fjármagni til leiðréttingar og til að sinna brýnum verkefnum. Þessi liður hefur reynst afar mikilvægur til að hægt sé að sinna þörfum sem oft koma upp með skömmum fyrirvara. Þetta á ekki síst við nú eftir að sér leyfi hafa fallið niður á áætlunarflugleiðum innanlands og virk samkeppni flugfélaganna hef ur hafist á mörgum flugleiðum.
    Stjórnunarkostnaður Flugmálastjórnar vegna flugmálaáætlunar er verulegur, bæði vegna almennrar umsýslu og ekki síður vegna undirbúnings og stjórnunar framkvæmda. Því er gert ráð fyrir að þessi liður hækki nú í 15 millj. kr. sem meðal annars er ætlað að mæta auknum kröfum frá opinberum aðilum um aukna áherslu á áætlana- og skýrslugerð.

Tekjur.
    Í lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun, voru markaðir tveir tekjustofnar til framkvæmda í flugmálum, þ.e. flugvallagjald og eldsneytisgjald. Árið 1996 var umræddum lögum breytt þannig að tekjum af flugvallaskatti má einnig ráðstafa til reksturs flugvalla. Gert er ráð fyrir að tekjur flugmálaáætlunar muni aukast um 4% milli áranna 1998 og 1999 og um 3% milli ára eftir það. Aðrar tekjur Flugmálastjórnar eru lendingargjöld, loftferðaeftirlitsgjöld, leigu gjöld, þjónustugjöld, verksala og aðrar tekjur, alls 289 millj. kr. Þá er einnig um að ræða svokallaðar ICAO-tekjur sem eru tekjur af yfirflugi fyrir stjórnun loftrýmisins í íslenska flugstjórnarsvæðinu, hlutur Flugmálastjórnar. Póstur & sími og Veðurstofa Íslands sinna einnig þessari þjónustu.
    Eftirfarandi tafla og mynd sýna sundurliðun tekna Flugmálastjórnar í millj. kr.:
Millj. kr.
%
Flugvallagjald
561 42,8
Eldsneytisgjald
62 4,7
Lendingargjald
74 5,6
Loftferðaeftirlitsgjald
36 2,7
Leigugjöld
16 1,2
Þjónustugjöld
51 3,9
Verksala
72 5,5
Aðrar tekjur
55 4,2
ICAO-tekjur
384 29,4
Tekjur alls
1.311 100,0
(Súlurit – myndað. Sundurliðun tekna.)
Útgjöld.
    Heildarútgjöld Flugmálastjórnar og Alþjóðaflugþjónustunnar á árinu 1998 eru áætluð 1.749 millj. kr. sem skiptast þannig:

Millj. kr. %
Rekstur FMS 903 51,6
Alþjóðaflugþjónustan 413 23,6
Stofnkostnaður 433 24,8
Útgjöld alls
1.749 100,0

Rekstur.
    Rekstrarafkoma Flugmálastjórnar undanfarin ár hefur verið innan fjárheimilda. Laun og önnur rekstrargjöld hafa aukist vegna nýrra umsvifa og tekjur hafa þá hækkað á móti. Í fjár lagagerð fyrir 1998 er gert ráð fyrir að 5% hlutur Pósts og síma vegna Alþjóðaflugþjónust unnar komi fram sem rekstrarkostnaður (hlutdeild) hjá Flugmálastjórn í fyrsta skipti. Með fylgjandi tafla og mynd sýna kostnað og tekjur deilda Flugmálastjórnar samkvæmt áætlun 1998:
Deild Gjöld Tekjur
Yfirstjórn 119 61
Loftferðaeftirlit 46 38
Reykjavíkurflugvöllur 115 55
Aðrir flugvellir 229 49
Flugleiðsöguþjónusta 144 64
Flugumferðarþjónusta 250 37
Alþjóðaflugþjónusta 413 384
Samtals
1.316 688
(Súlurit – myndað. Tekjum og gjöldum skipt eftir deildum.)


Framkvæmdir á einstökum flugvöllum.
Reykjavíkurflugvöllur.
    Á undanförnum árum hefur verið unnið að undirbúningi að endurnýjun flugbrauta flug vallarins. Meðal annars hafa verið teknar saman nákvæmar upplýsingar um uppbyggingu flugvallarins og gerðar víðtækar rannsóknir á burðarþoli og ástandi flugbrauta.
    Í skýrslu sem Flugmálastjórn lét vinna um ástand flugbrauta, akbrauta og flughlaða og kom út í mars 1995 eru helstu niðurstöður þessar:
     1.      Heildarflötur malbikaðs yfirborðs á flugbrautum er nú um 162.000 m 2 en þyrfti að vera um 230.000 m 2 til að uppfylla skilyrði um breidd brauta, axlir og endaöryggissvæði.
     2.      Langhalli á brautum virðist vera í lagi miðað við núverandi aðflugsbúnað að öðru leyti en því að sjónlengd á N–S braut er of stutt á norðurhluta brautarinnar. Hækka þarf brautina um 1,5 m í norðurenda til að uppfylla skilyrði um sjónlengd. Breytingar á lang halla eru víða of krappar á öllum brautum.
     3.      Þverhalli flugbrauta, akbrauta og flughlaða er mjög víða ófullnægjandi fyrir afvötnun. Niðurfallskerfi vantar því sem næst alveg í flughlöð. Pollar myndast víða á flughlöðum og akbrautum og á stöku stað á flugbrautum.
     4.      Sléttleiki flugbrauta er almennt alls ófullnægjandi miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag til slíkra mannvirkja. Akbrautir uppfylla nánast engar af þeim rúmfræðilegu (geometrísku) kröfum sem til þeirra eru gerðar.
     5.      Merkingum er víða áfátt og ljósabúnaður rangt staðsettur.
     6.      Flugbrautir, akbrautir og flughlöð eru almennt byggð upp þannig að landið sem fyrir var (víða blaut tún) var sléttað með 0,4–0,7 m þykkri rauðamöl og síðan var steypt 15–20 sm þykk plata sem slitlag. Seinna hefur verið malbikað nokkrum sinnum yfir og er malbikið víðast 10–15 sm. Malbikið er misjafnlega gamalt, frá 1966–67 á N–S brautinni, frá 1969–70 á A–V brautinni og frá 1981 á SV–NA brautinni. Stærstur hluti flughlaðanna var síðast malbikaður á áttunda áratugnum. Malbikið er í misjöfnu ástandi og eru sérstaklega útlagnarsamskeyti farin að gefa sig. Steypan er sums staðar heilleg en annars staðar mikið broti.
     7.      Frá því að flugvöllurinn var byggður hefur N–S brautin verið lengd bæði til suðurs og norðurs. Þar er slitlag malbik og undir því möl. Sama uppbygging er á 30 m breiðum brautarhluta norðarlega á N–S brautinni sem var endurbyggður 1966. A–V brautin var lengd til austurs og austurendi hennar endurbyggður 1972 og er þar slitlag einnig malbik og undir því möl.
     8.      Burður flugbrauta og flughlaða er nokkuð misjafn. Almennt má segja að burður sé tiltölulega góður fyrir léttar vélar, svo sem Fokker 50. Hins vegar benda falllóðsmælingar til að burður sé hlutfallslega lakari þar sem steypan er brotin og þar sem hana vantar en þar sem steypan er enn í góðu lagi. Þar sem mýrarjarðvegur er enn í undirlagi brauta er hætt við missigi ef undirlagið verður fyrir álagsaukningu eins og getur orðið við lagfær ingar á brautum.
    Eins og fram kemur er ástand flugbrautanna alls óviðunandi þegar það er borið saman við þá staðla sem Aþjóðaflugmálastofnunin setur sem skilyrði og/eða mælist til að notaðir sé fyrir flugvelli.          
    Þá lét Flugmálastjórn einnig vinna samanburðaráætlanir um endurbætur sem út kom í október 1995. Í skýrslunni er valkostum skipt í þrjá meginflokka samkvæmt eftirfarandi:
     1.      Flokkur N (fyrir nýbyggingu) en þar er gert ráð fyrir nýbyggingu flugbrauta og flughlaða að verulegu leyti. Með nýbyggingu er átt við að núverandi brautir og hlöð séu brotin upp (í mismunandi miklum mæli) og skipt um efni niður að klöpp, þar sem því er ekki lokið nú þegar, og þannig byggðar brautir og hlöð upp á nýtt.
     2.      Flokkur U (fyrir uppbrot) en þar er gert ráð fyrir að brjóta upp núverandi slitlag (malbik og steypu) og leggja nýtt burðarlag og nýtt slitlag á þá fyllingu sem nú er undir slitlag inu. Í flokki U er ekki gert ráð fyrir jarðvegsskiptum niður á klöpp og getur því orðið missig á brautum og hlöðum eftir framkvæmdir.
     3.      Flokkur Y (fyrir yfirlögn) þar sem gert er ráð fyrir endurbótum með yfirlögn malbiks yfir núverandi brautir og hlöð til að koma þeim í viðunandi horf. Við áætlanagerðina kom í ljós að eigi að ganga út frá lagfæringum á yfirborði brauta til að þær uppfylli rúmfræðikröfur (geometrískar) Annex 14 frá ICAO verður yfirlögn á núverandi brautir dýrari en uppbrot slitlags og endurbygging þess ásamt viðeigandi burðarlögum. Hins vegar er hægt að leggja malbik ofan á núverandi brautir og lagfæra þær aðeins lítillega, en þá munu þær eftir sem áður ekki fullnægja þeim kröfum sem almennt eru gerðar til slíkra mannvirkja.
    Á fundi Flugráðs 4. desember 1995 var samþykkt að mæla með því að við endurbyggingu flugbrautanna skyldi miðað við að þær mundu að loknum framkvæmdum í öllum atriðum uppfylla hönnunarforsendur samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) sbr. Annex 14. Einungis einn af framangreindum valkostum kemur til með að gera það til frambúðar, þ.e. flokkur N. Bæði flokkur U og Y munu samkvæmt skýrslunni bjóða upp á hættu á missigi þegar fram í sækir.
         Flugmálastjórn hefur átt mjög gott samstarf við borgaryfirvöld um undirbúning þessa verkefnis og var þar meðal annars ákveðið að láta vinna frummatsskýrslu vegna umhverfis áhrifa og er sú vinna nú á lokastigi. Deiliskipulag flugvallarins hefur verið til umfjöllunar hjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið haustið 1997. Að því loknu verður gengið frá frummati framkvæmdarinnar og er gert ráð fyrir að verkið verði boðið út á árinu 1998.
    Á árinu 1999 er samkvæmt þessari tillögu ráðgert að hefja undirbúning að byggingu nýrr ar flugstöðvar. Mjög brýnt er að móta ákveðna stefnu nú þegar um slíkt mannvirki þar sem flugrekendur búa nú við mjög skerta aðstöðu á flugvallarsvæðinu sem kallar jafnframt á sí felldar bráðabirgðaaðgerðir við stækkun farþegaaðstöðu og flugstæða.
    Í áætlunum um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar er innifalin endurbygging á flug vallarlýsingu og veðurmælibúnaði. Lýsingarbúnaður á Reykjavíkurflugvelli er orðinn mjög gamall. Ráðgert er að samhliða endurbyggingu flugbrauta verði öll flugvallarlýsing endur nýjuð á brautum 02/20 og 14/32, ásamt því að braut 07/25 verði lýst. Flugvallarlýsingin verður með 200W ljósabúnaði og uppfyllir ICAO-kröfur til CAT I flugvallar.

Akureyrarflugvöllur.
    Á árinu 1996 var flugbrautin breikkuð úr 30 m í 45 m, enn fremur var lagt út nýtt mal biksslitlag. Núverandi ástand flugbrautar er því að verða mjög gott þar sem á þessu ári verður einnig unnið að breikkun snúningsenda. Á þessu ári verður einnig lokið við gerð bílastæða og lóðar. Þá verður flughlað stækkað um 4000 m 2.
    Nauðsynlegt er að halda áfram endurbótum á flugstöðinni, en eftir er að ljúka endurbótum á miðhluta og 2. hæð hússins að innan. Þá er einnig nauðsynlegt að ljúka ýmsum lagfæring um á innra skipulagi flugstöðvarinnar ásamt endurbótum utan húss.
    Á undanförnum árum hefur umferð í millilandaflugi stóraukist um Akureyrarflugvöll, jafnframt því gegnir flugvöllurinn mjög þýðingarmiklu hlutverki sem varaflugvöllur í milli landaflugi.
    Árið 1996 voru sett upp aðflugsljós við suðurenda flugbrautarinnar á Akureyri. Þessi ljós uppfylla kröfur ICAO fyrir CAT I aðflugsljós. Einnig var komið upp framtíðaraðstöðu fyrir stjórnbúnað flugvallarlýsingarinnar í sandgeymsluhúsi. Á árunum 1998 til 1999 er lagt til að brautarlýsing á Akureyrarflugvelli verði endurnýjuð. Í ljósi mikilvægis Akureyrarflug vallar er lagt til að þetta verkefni hafi forgang. Verkinu er skipt í þrjá áfanga. Á árinu 1998 verður brautarlýsingin endurnýjuð, með nýjum ljósum, lögnum og efni sem uppfyllir ICAO-kröfur um CAT I flugvöll. Á árinu 1999 verður aðflugshallalýsingin endurnýjuð og gengið frá þröskulds- og endaljósum. Árið 2000 verður endanlega gengið frá öllum lagnakerfum um flugvöllinn og stjórnbúnaður í flugturni endurnýjaður. Á Akureyrarflugvelli er hljóð upptökubúnaður. Lagt er til að endurnýja hann með stafrænum búnaði árið 2001.

Vestmannaeyjaflugvöllur.
    Flugstöðin er 580 m 2 og var tekin í notkun 1980. Vegna mikillar fjölgunar farþega sem farið hafa um flugvöllinn á undanförnum árum er orðið nauðsynlegt að gera nokkrar breyt ingar og endurbætur á flugstöðinni í því skyni að aðskilja komu- og brottfararfarþega. Hugsanlegt er að eitthvað þurfi að stækka húsið. Ráðgert er að hefja framkvæmdir við flug stöðina árið 1998.
    Á árinu 2000 er ráðgert að leggja nýtt klæðingaryfirlag á báðar flugbrautirnar, en upphaf leg klæðning var lögð út á árinu 1991. Enn fremur er ráðgert að malbika u.þ.b. 1200 m 2 sem eftir eru á flughlaði.
    Í Vestmannaeyjum er 45W brautarlýsing. Þessa lýsingu er brýnt að bæta sérstaklega vegna þess að hraun og sjór sem eru í umhverfinu hafa mjög litla endurkastseiginleika. Lagt er til að árinu 1999 verði brautarlýsing á flugbraut 13/31 endurbyggð samkvæmt ICAO CAT I kröfum. Árið 2000 verði síðan aðflugshallalýsingin og lagnaleiðir endurbyggðar, samhliða endurbyggingu á brautarlýsingu brautar 04/22. Síðari áfangi brautar 04/22 er lagt til að bíði fram yfir árið 2001, en leiðarlýsing inn á braut 04/22 verði sett upp á árinu 1999. Þessi lýsing mun bæta að- og fráflug brautar 04/22.

Egilsstaðaflugvöllur.
    Ráðgert er að ljúka gerð bílastæða og lóðar á árinu 1998, en mjög mikill óþrifnaður er í dag í flugstöðinni vegna ástands lóðar. Gert er ráð fyrir að ljúka síðasta áfanga við endur byggingu flugstöðvarinnar á árinu 1999 og innréttingum vegna stækkunar tækjageymslu árið 2000.

Ísafjarðarflugvöllur.
    Á þessu ári var hafist handa við stækkun og gagngerar endurbætur á flugstöðinni og áætl að að ljúka því verki á næsta ári. Árið 2000 verður nauðsynlegt að leggja nýtt klæðingaryfir lag á flugbrautina en hún var fyrst klædd árið 1991. Lokið verður við bílastæði og lóð árið 2001.

Hornafjarðarflugvöllur.
    Nauðsynlegt er að ljúka gerð öryggissvæða og er það ráðgert árið 1999. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggja sandgeymslu á árinu 2000.
    Árið 1996 voru flugbrautarljós á Hornafjarðarflugvelli endurbyggð samkvæmt ICAO kröfum fyrir CAT I flugvöll með 200W ljósabúnaði. Á árinu 1997 verður aðflugshallaljósa búnaður endurnýjaður og sett verða upp aðflugsljós fyrir aðflug úr suðri. Árið 1997 verður heimilað grunnaðflug sem byggist á GPS-staðsetningarkerfi inn á norðurenda flugbrautar innar. Á árunum 1999–2000 er áætlað að WAAS-kerfið muni gefa möguleika á nákvæmnis aðflugi á Hornafjarðarflugvelli. Í ljósi þess er gert ráð fyrir aðflugsljósum á þann enda árið 1998. Þar sem reynslan hefur sýnt að afhending raforku er tiltölulega örugg á þessu svæði er ekki gert ráð fyrir vararafstöð fyrr en árið 1999.

Húsavíkurflugvöllur.
    Ráðgert er að hefja byggingu nýrrar tækjageymslu á næsta ári og ljúka henni á árinu 1999. Núverandi tækjageymsla verður þá notuð sem sandgeymsla.
    Uppsetning á hljóðupptökubúnaði er áætluð á árinu 1998. Árin 1999–2000 er áætluð endurnýjun á flugvallarlýsingu. Núverandi lýsing er með 45W ljósabúnaði og aðeins einni fæðilögn. Samkvæmt áliti flugmanna Flugmálastjórnar mun aukin lýsing á Húsavíkurflug velli auka öryggi og nýtingu flugvallarins, sérstaklega við aðflug úr suðri sem búið er að flugsstefnusendi. Ráðgert er að brautarlýsing verði endurnýjuð árið 1999, en aðflugshallalýsing, frágangur lagnaleiða og stjórnbúnaður í flugturni árið 2000. Árið 2001 er áætlað að setja upp vararafstöð.

Alexandersflugvöllur, Sauðárkróki.
    Gert er ráð fyrir að byggð verði sandgeymsla á árinu 2001. Byggingu nýrrar tækja geymslu var lokið sl. ár.
    Árið 1998 er ráðgert að koma upp hljóðupptökubúnaði. Brautarlýsing er með 200W ljósa búnaði, en uppfyllir ekki ICAO CAT I kröfur. Lagt er til að 1. áfangi í endurbyggingu brautarljósa hefjist árið 2001. Það ár er ráðgert að lagfæra hluta flugbrautarljósanna.

Bíldudalsflugvöllur.
    Ráðgert er að byggja nýja tækjageymslu árið 2001.
    Á Bíldudalsflugvelli er engin flugvallarlýsing. Ráðgert er að koma upp brautarlýsingu og aðflugshallalýsingu á árunum 1998–1999. Lýsingin verður 200W og uppfyllir ICAO CAT I kröfur. Núverandi heimtaug á Bíldudalsflugvöll er einfasa og of lítil til að bera fulla flug vallarlýsingu. Því er ráðgert að styrkja heimtaugina árið 2000 þegar öll flugvallarlýsing hefur verið tekin í notkun.

Grímseyjarflugvöllur.
    Nauðsynlegt er að endurnýja farþegaskýlið á flugvellinum þar sem ástand gamla skýlisins er orðið mjög lélegt. Ráðgert er að kaupa 60–70 m 2 tilbúið einingahús og selja húseignina að Básum sem stendur við flughlaðið og hefur verið nýtt sem sumarhótel undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að hefja 1. áfanga að bundnu slitlagi, klæðingu, árið 2001.

Siglufjarðarflugvöllur.
    Nauðsynlegt verður að leggja nýtt klæðingarslitlag árið 2001 en þá verða liðin sjö ár frá því að upphafleg klæðing var lögð.

Þórshafnarflugvöllur.
    Ráðgert er að ljúka gerð öryggissvæða árið 1999. Enn fremur er gert ráð fyrir að byggja nýja tækjageymslu árið 2001.
    Á Þórshafnarflugvelli er engin flugvallarlýsing. Lagt er til að komið verði upp lýsingu á árunum 1998–2000. Árið 1998 verður sett upp brautarlýsing samkvæmt ICAO CAT I kröfum með 200W ljósabúnaði. Árið 1999 er ráðgert að koma upp aðflugshallalýsingu og árið 2000 að ganga frá raflagnakerfi um flugvöllinn og stjórnbúnaði í flugturni. Árið 2001 er lagt til að taka í notkun hljóðupptökubúnað.

Vopnafjörður.
    Fyrsta áfanga að lengingu flugbrautarinnar er ráðgert að hefja árið 2001. Í millitíðinni er nauðsynlegt að færa þjóðveginn að Hellisheiði þannig að koma megi fyrir 300 m lengingu flugbrautarinnar.

Hólmavíkurflugvöllur.
    Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir við 1. áfanga tækjageymslu árið 2001.

Þingeyrarflugvöllur.
    Þar sem Flugráð hefur lagt til að flugvöllurinn verði varaþjónustuflugvöllur fyrir Ísafjörð er nauðsynlegt að gera ýmsar endurbætur á flugbrautinni og er gert ráð fyrir að ráðast í þessar endurbætur árin 1998 og 99.

Gjögursflugvöllur.
    Gert er ráð fyrir að endurnýja yfirlag flugbrautarinnar árið 1998.

Mývatnsflugvöllur.    
    Gert er ráð fyrir að endurbæta farþegaaðstöðu á Mývatnsflugvelli á árinu 1998.

Flugumferðar- og flugleiðsögukerfi.
    Undir þennan lið falla verkefni sem ekki er hægt að heimfæra á einstaka flugvelli.

Flugstjórnarmiðstöð.
    Af þessum lið er fjármagnaður hlutur Íslands í verkefnum á vegum Alþjóðaflugmálastofn unarinnar (ICAO). Hlutdeild Íslands er almennt 18% af heildarkostnaði verkefna.

Upplýsingakerfi.
    Ráðgert er að endurbæta gagnatengingu milli flugvalla sem og milli flugvalla og flug stjórnarmiðstöðvar. Þessar nýju tengingar munu þjóna bæði til tal- og gagnaviðskipta. Í dag eru engin gagnafjarskipti fyrir hendi hvorki milli flugvalla, né milli flugvalla og flugstjórnar miðstöðvar. Ráðgert er að leigja gagnafjarskiptalínur sem mynda net milli flugvalla og flug stjórnarmiðstöðvar. Með sérstökum endabúnaði er síðan mögulegt að senda bæði gögn og talviðskipti um þessar línur. Flugmálastjórn hefur þegar tekið upp þessar aðferðir við fjar skiptasambönd til aðliggjandi flugstjórnarmiðstöðva.

GPS/WAAS/NAAN/Aðflb.
    Á undanförnum árum hefur flugleiðsöguþjónustan fylgt framkvæmdaáætlun GPS-áætlunar Flugmálastjórnar. Fyrsta GPS-grunnaðflugið sem er að Hornafjarðarflugvelli verður gefið út á komandi hausti. Á árunum 1998 til 2001 verður lögð áhersla á að auka notkun GPS í al mennu flugi og kanna notagildi WAAS- leiðréttingarkerfisins hér á Íslandi. Stefnt er að því að koma upp GPS-nákvæmnisaðflugi að flestum flugvöllum á Íslandi á næstu fjórum árum. Á árunum 1998–2001 er ráðgert að koma upp fjareftirlitsbúnaði með aðflugsstefnusendunum á Akureyri, Sauðárkróki, Húsavík og í Ögri.

DGPS-leiðréttingarkerfi.
    Árið 2001 er ráðgert að hefja uppbyggingu á staðbundnu GPS-leiðréttingakerfi (DGPS) á þeim flugvöllum sem ekki geta nýtt WAAS-leiðréttingarkerfið til nákvæmnisaðflugs.

Veðurupplýsingakerfi.
    Árin 1998–1999 er ráðgert að koma upp miðlægum búnaði sem safnar veðurgögnum frá öllum flugvöllum. Þessi búnaður sér síðan um að dreifa gögnunum til annarra aðila.

Flugprófanabúnaður .
    Á árunum 1998 til 2000 er ráðgert að endurbyggja flugprófanabúnað í flugvél Flugmála stjórnar. Markmiðin eru að auðvelda úrvinnslu gagna og endurbæta flugprófanabúnaðinn þannig að hann uppfylli þær kröfur sem nú eru gerðar til slíks búnaðar og auka þannig mögu leika á flugprófunarverkefnum erlendis.

Rannsóknarverkefni.
    Undir þennan lið falla ýmis rannsóknarverkefni sem Flugmálastjórn stendur fyrir og tengjast undirbúningi og framkvæmd verkefna á flugmálaáætlun. Auk þeirra verkefna sem þegar eru í gangi er ráðgert er að auka mælingar á veðurfari á flugvöllum og aðflugsleiðum.

Ýmis verkefni.
    Undir þennan lið falla ýmis verkefni flugleiðsöguþjónustunnar sem ekki er hægt að flokka beint í framangreinda flokka. Einnig er þessi liður til að sinna sérstökum verkefnum á sviði flugöryggis.

Annar kostnaður.
    Þessi tillaga gerir enn fremur ráð fyrir að fjárveitingar til annarra flugvalla og lendinga staða verði 12 millj. kr. á ári hverju. Í þessum flokki eru nú 61 flugvöllur og lendingastaðir.
    Þá er einnig nýmæli við gerð þessarar flugmálaáætlunar að stofnaður verður tækjasjóður til endurnýjunar á snjóhreinsibúnaði og slökkvi- og björgunarbúnaði. Tækjasjóðurinn verður eigandi að þessum búnaði sem verður leigður flugvöllunum og rekinn af þeim. Einnig er gert ráð fyrir sérstöku framlagi á árunum 1998 og 1999 til kaupa á slökkvibúnaði.


Fylgiskjal.


(Fjárhæðir í millj. kr.)


Staður – verkefni 1998 1999 2000 2001
4.1 Reykjavík
    1. Flugbraut 29 95 196 214
    2. Flugstöð 10 10 10
29 105 206 224
4.2 Akureyri
    1. Flughlað 5
    2. Flugstöð 9 27 10
    3. Brautarljós, endurnýjun 14 10 10
    4. Upptökubúnaður 2
28 37 20 2
4.3 Vestmannaeyjar
    1. Slitlagsyfirlag 25
    2. Flugstöð 20 25
    3. Flughlað 4
    4. Leiðarljós 10
    5. Brautarljós, braut 13/31 10 11
    6. Brautarljós, braut 04/22, 1. áfangi. 10
20 45 50 0
4.5 Egilsstaðir
    1. Bílastæði og lóð 18
    2. Flugstöð 15
    3. Varnargarðar 4
    4. Tækjageymsla 6
18 19 6 0
4.6 Ísafjörður
    1. Flugstöð 40
    2. Slitlagsyfirlag 17
    3. Bílastæði og lóð 15
40 0 17 15
4.7 Hornafjörður
    1. Öryggissvæði 5
    2. Sandgeymsla 4
    3. Aðflugsljós norðurendi 10
    4. Vararafstöð 5
10 10 4 0
4.8 Húsavík
    1. Tækjageymsla 20 7
    2. Upptökubúnaður 2
    3. Brautarljós, endurnýjun 10 15
    4. Vararafstöð 5
22 17 15 5
4.9     Sauðárkrókur
    1. Sandgeymsla 4
    2. Upptökubúnaður 2
    3. Brautarlýsing, endurnýjun, 1. áfangi 4
2 0 0 8
4.10 Bíldudalur
    1. Tækjageymsla 12
    2. Brautarlýsing, ný 9 2
    3. Ný heimtaug 2
9 2 2 12
4.11 Grímsey
    1. Flugstöð 7 0
    2. Bundið slitlag, 1. áfangi 15
7 0 0 15
4.12 Siglufjörður
    1. Yfirlagsslitlag 9
    2. Upptökubúnaður 2
0 0 0 11
4.13 Þórshöfn
    1. Öryggissvæði 10
    2. Tækjageymsla 12
    3. Brautarlýsing 8 5 6
    4. Upptökubúnaður 2
8 15 6 14
4.14 Vopnafjörður
    1. Flugbraut, lenging, 1.áfangi 10
0 0 0 10
4.15 Hólmavík
    1. Tækjageymsla, 1. áfangi 5
0 0 0 5
4.16 Þingeyri
    1. Flugbraut, 1. áfangi 15 15 0
15 15 0 0
4.17 Gjögur
    1. Flugbraut, yfirlag 3 5
3 0 0 5
4.18 Mývatn
    1. Farþegaskýli 4
4 0 0 0
4.19 Flugumferðar- og flugleiðsögubúnaður
    1. Flugstjórnarmiðstöð 20 20 20 20
    2. Upplýsingakerfi 5 10 15 10
    3. GPS/WAAS/NAAN/ADS/Aðflbún. 15 15 10 10
    4. DGPS-leiðréttingarstöðvar 21
    5. Veðurupplýsingakerfi 10 5
    6. Flugprófanabúnaður 2 5 10
    7. Rannsóknarverkefni 7 8 9 10
    8. Ýmis verkefni 10 10 10 10
69 73 74 81
4.20 Annar kostnaður
    1. Aðrir flugvellir og lendingarstaðir 12 12 12 12
    2. Slökkvibúnaður 10 10
    3. Ýmis flugvallabúnaður 5 5 5 5
    4. Tækjasjóður 27 30 33 36
    5. Til leiðr. og brýnna verkefna 20 20 20 20
    6. Stjórnunarkostnaður 15 15 15 15
89 92 85 88
4.21 Flugstöð Leifs Eiríkssonar 73 82 92 60
4.22 Til reksturs flugvalla 145 100 100 190
    Samtals flugmálaáætlun 623 648 667 687

Sundurliðun verkefna.