Ferill 130. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 274 – 130. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Gísla S. Einarssonar, Kristins H. Gunnarssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið 6 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 09-199 í fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?

    Af liðnum hefur samtals verið ráðstafað 1.184 þús. kr. sem skiptast þannig:
    Í fyrsta lagi var Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga styrkt um 500 þús. kr. til að kosta rannsókn á ofbeldi gagnvart starfsfólki á heilbrigðis- og meðferðarstofnunum á Íslandi.
    Í öðru lagi var Kór Íslensku óperunnar styrktur um 100 þús. kr. til tónleikaferðar til Ítalíu á sl. sumri.
    Í þriðja lagi var Helgu Bachmann leikkonu veittur 200 þús. kr. styrkur til þess að veita ungu fólki leiðsögn í flutningi íslenskrar tungu.
    Loks hefur 384 þús. kr. verið ráðstafað til að kaupa tölvubúnað fyrir fjármálaráðherra og koma upp nauðsynlegum tengibúnaði.
    Þá er ákveðið að kosta sérstaka athugun á stöðu jafnréttismála í stofnunum fjármálaráðu neytisins og ráðgjöf útlendra aðila við endurskoðun á hlutverki og skipulagi ráðuneytisins.