Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 315 – 128. mál.



Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar, Kristins H. Gunnarssonar, Kristínar Halldórsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið 5 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 10-199 í fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?

Eftirfarandi verkefni hafa fengið styrk af ráðstöfunarfé ráðherra:

Verkefni Kr.
Málþing og kínversk ferða- og vörusýning
150.000
Áframhaldandi þróun Skaftárhrepps sem vistræns áfangastaðar
250.000
Ráðstefna um heilsufar sjómanna
129.748
„Nordic book“
272.500
Kynningarmynd um Austurland
75.000
Heklumynd og kynning
200.000
Ráðstefna Öryrkjabandalagins um ferðamál fatlaðra
50.000
Stefnumótunarvinna vegna upplýsingamiðstöðvar Ferðamálasamtaka Íslands
250.000
Svifflugfélag Akureyrar
300.000
Minnisvarði um flugslys í Héðinsfirði
100.000
Ráðstefna BPW-samtakanna „Towards 2000 — Women creating a better world“
300.000
Minnisvarði um Jónas Hallgrímsson — Áfangastaður fyrir ferðamenn í Jónasarlundi
181.424
Bókin „Art Culinaire“
200.000
Landkynningarmynd um Ísland
100.000
1.000 manna ráðstefna Junior Chamber
150.000
Iceland Review
110.000
Landkynningarmynd fyrir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli
186.750
Vestfjarðavíkingurinn '97
100.000
Markaðssetning heilsuseturs að Lundi í Öxarfirði
100.000
Ferðastyrkur kammerkórs Grensáskirkju
150.000
Íslenskt bifreiðatal
120.000
Safn Samúels Jónssonar í Selárdal
150.000
Heimildarmynd um sögu Hvalfjarðar fyrr og nú
150.000
Bygging og uppsetning neyðarskýlis í Mánáreyjum
200.000
Útgáfa korts af Soginu og næsta nágrenni
66.667
Ferðanetið
120.000
Gönguleiðir á Íslandi
200.000
Grímseyjarhreppur til ferða- og menningarmála
140.000
Grænlandsdagar í Perlunni
200.000
Sportvetur, markaðssetning ferðaþjónustu yfir vetrartímann
100.000
South Namibian Youth Choir
164.321
Samtals
4.966.410