Ferill 138. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 324 – 138. mál.



Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, Gísla S. Einarssonar, Kristínar Halldórsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfun óskiptra liða á fjárlögum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið eftirtöldum fjárframlögum á óskiptum liðum samkvæmt sérstöku yfirliti á fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum:
     a.      3,9 millj. kr. á liðnum 07-999 131 Félagasamtök, styrkir,
     b.      2,2 millj. kr. á liðnum 07-999 190 Ýmis framlög?


    Styrkjum hefur ekki verið ráðstafað af fjárlagalið 07-999 131 Félagasamtök, styrkir.
    Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um ráðstöfunarfé ráðherra á þskj. 326 er tekið fram að styrkir séu ekki gjaldfærðir á þann fjárlagalið, heldur er fjárheimild þess fjárlagaliðar millifærð í lok hvers árs á fjárlagalið 07-199 190. Til ráðstöfunar á þeim fjárlagalið eru því 7,2 millj. kr. árið 1997. Eftirtalin verkefni hafa þegar verið styrkt af fjárlagalið 07-999 190 Ýmis framlög.

Verkefni      Kr.
Ásgarður, handverkstæði
Styrkur til starfseminnar
100.000
Bandalag háskólamanna
Starfsmatsverkefni
200.000
Barnaheill
Foreldranámskeið
200.000
Byggingastaðlaráð
Staðlagerð
500.000
Einstaklingur
Rannsókn á málefnum flóttamanna á fyrri hluta aldarinnar
50.000
Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra
Helios II
75.000
Iðnnemasamband Íslands
Atvinnumiðlun iðnnema
200.000
Iðntæknistofnun Íslands
Þátttaka í Leonardo-verkefni
75.000
Íþróttasamband fatlaðra
Sumarbúðir fatlaðra á Laugarvatni
100.000
Jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar
Gerð heimildarmyndar um karla í fæðingarorlofi
150.000
Kennaraháskóli Íslands
Styrkur til norrænnar ráðstefnu
100.000
Landssamband slökkviliðsmanna
Eldvarnafræðsla í grunnskólum
100.000
Leikhópurinn Perlan
Styrkur til starfsemi leikhópsins
150.000
Litla gula hænan
Gerð myndar um jafnréttismál
200.000
Miðstöð fólks í atvinnuleit
Styrkur til starfseminnar
150.000
Norræn samtök um umönnun við ævilok
Styrkur til norrænnar ráðstefnu
50.000
Norrænafélagið, Nordklúbburinn
Til reksturs atvinnumiðlunar
40.000
Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð
Styrkur til útgáfu tímarits samtakanna
40.000
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands
Styrkur til söguþings
100.000
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Atvinnumiðlun námsmanna
250.000
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrkur til starfseminnar
50.000
Umhyggja
Styrkur til starfseminnar
100.000
UNIFEM á Íslandi
Til hjálpar konum í þróunarlöndum
100.000
Þrír einstaklingar
Rannsókn á viðhorfum og aðlögun Tælendinga á Íslandi
75.000
Þroskaþjálfaskóli Íslands
Styrkur til greiðslu túlkaþjónustu í námsferð skólans
50.000
Samtals
3.205.000