Ferill 103. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 338 – 103. mál.



Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um elli- og örorkulífeyrisþega.

1.      Hve margir ellilífeyrisþegar fengu fulla tekjutryggingu og grunnlífeyri annars vegar og hins vegar heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót sl.10 ár, sundurliðað eftir árum og kyni? Óskað er eftir að fram komi hve hátt hlutfall af heildarfjölda 67 ára og eldri hefur haft fulla tekjutryggingu og grunnlífeyri hvert ár um sig og hve hátt hlutfall hafi einnig haft heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót.
    Eftirfarandi upplýsingar varðandi fjölda í bótaflokkum Tryggingastofnunar ríkisins voru unnar af Skýrr dagana 29. október til 4. nóvember 1997. Vegna tæknibreytinga í tölvukeyrslu kostar útkeyrsla upplýsinga um tímann fyrir árið 1993 bæði mikil útgjöld og fyrirhöfn sem ekki er hægt að anna á þeim tíma sem gefinn er til svars. Kostnaður vegna eftirfarandi upplýs inga frá Skýrr nam 56 þús. kr.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Ár
Heildarfjöldi
67 ára og eldri
Tekjutrygging og grunnlífeyrir, % Heimilisuppbót og sér-
stök heimilisuppbót, %
1993 25.227 72,9 9,8
1994 25.803 74,4 8,5
1995 26.241 75,1 7,7
1996 26.742 74,0 6,3
1997 27.250 (áætlað) 74,4 5,5


2.      Hve margir örorkulífeyrisþegar fengu fulla tekjutryggingu og grunnlífeyri annars vegar og hins vegar heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum og kyni?
    Sama gildir um svar við þessari spurningu og lið 1. Upplýsingar um fjöldatölur eftir kyni liggja ekki fyrir nema frá árinu 1993.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



3.      Hverjar telur ráðherra vera helstu skýringar á því að örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað úr 3.456 í 7.834 á árunum 1985–96?
    Örorkubætur skiptast í örorkulífeyri og örorkustyrk. Samkvæmt gögnum læknadeildar Tryggingastofnunar ríkisins var skipting bótaþega á árunum 1980, 1985, 1990 og 1995, sem hér segir:

1980 1985 1990 1995
Örorkulífeyrir
3.391 (51%) 4.439 (61%) 4.900 (65%) 6.897 (80%)
Örorkustyrkur
3.304 (49%) 2.874 (39%) 2.616 (35%) 1.783 (20%)
Örorkubætur
6.695 7.313 7.516 8.680

    Fjölgun bótaþega á þessum tímabilum er þannig:
1980–85     10%
1985–90     3%
1990–95     15%
    Tölurnar sýna að frá árinu 1980–95 fjölgaði bótaþegum um 30% og að hlutfall örorkulíf eyrisþega af heildarfjöldanum jókst úr 51% í 80%.
    Ljóst er að skýring á fjölgun örorkulífeyrisþega er margþætt og ekki er unnt að fullyrða um hvort ein skýring ráði þar mestu. Mestu skiptir að atvinnuleysi jókst mjög á tímabilinu sem varð til þess að öryrkjar áttu erfiðara með að fá vinnu og ýmsir misstu vinnu sína. Við það jókst ásókn í örorkubætur, m.a. vegna fyrirkomulags á greiðslu atvinnuleysisbóta, biðtíma o.fl. Þessu til viðbótar má benda á fjölgun slysa á tímabilinu, aukna vitund almennings um rétt sinn og aukna ráðgjöf og fræðslu um hvaða rétt einstaklingur á og hvernig hann næst fram.     
    Líklegt má telja að þessi fjölgun örorkulífeyrisþega eigi sér miklu frekar efnahagslegar skýringar en læknisfræðilegar.