Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 394 – 98. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.1.      Við 1. gr.
     a.      Í stað orðanna „starfsemi telst ávallt nýtt hér á landi“ í 2. málsl. fyrri efnisliðar komi: starfsemi, sem fram fer hér á landi og er undanþegin skattskyldu skv. 3. mgr. 2. gr. laganna, telst ávallt nýtt hér.
     b.      4. málsl. fyrri efnisliðar falli brott.
     c.      Í stað orðsins „mynsturs“ í a-lið fyrri efnisliðar komi: hönnunar.
     d.      Við fyrri efnislið bætist nýr stafliður, i-liður, svohljóðandi: fjarskiptaþjónusta.
     e.      Í stað orðanna „erlendra ferðamanna“ í síðari efnislið komi: aðila búsettra erlendis.
2.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
         Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó skulu ákvæði fyrri efnisliðar 1. gr. um sölu á þjónustu til erlendra aðila gilda frá og með 1. júlí 1997.