Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 402 – 318. mál.



Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um laun og starfskjör starfsmanna Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Hver eru heildarlaunakjör og starfskjör æðstu yfirmanna Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem taka formlega til starfa 1. janúar 1998, sbr. lög nr. 60/1997 og 61/1997, þ.e. forstjóra, framkvæmdastjóra, forstöðumanna sviða, deildar stjóra og annarra stjórnenda, eftir því sem við á?
    Svar óskast sundurliðað eftir föstum grunnlaunum, öðrum greiðslum, þóknunum og fríð indum, svo sem ferðakostnaði, risnu og bifreiðahlunnindum.


Skriflegt svar óskast.