Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 425 – 98. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

    (Eftir 2. umr., 5. des.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. laganna:
     a.      10. tölul. orðast svo: Sala á þjónustu til aðila sem hvorki hafa búsetu né starfsstöð hér á landi, enda sé þjónustan nýtt að öllu leyti erlendis. Skattskyld þjónusta, sem veitt er í tengslum við menningarstarfsemi, listastarfsemi, íþróttastarfsemi, kennslustarfsemi og aðra hliðstæða starfsemi sem fram fer hér á landi og er undanþegin skattskyldu skv. 3. mgr. 2. gr. laganna, telst ávallt nýtt hér . Jafnframt er sala á þjónustu til aðila sem hvorki hafa búsetu né starfsstöð hér á landi undanþegin skattskyldri veltu þó að þjónustan sé ekki nýtt að öllu leyti erlendis ef kaupandi gæti, væri starfsemi hans skráningarskyld hér á landi, talið virðisaukaskatt vegna kaupa þjónustunnar til innskatts, sbr. 15. og 16. gr. Eftirtalin þjónusta fellur undir þennan tölulið:
       a.      framsal á höfundarrétti, rétti til einkaleyfis, vörumerkis og hönnunar, svo og framsal annarra sambærilegra réttinda,
       b.      auglýsingaþjónusta,
       c.      ráðgjafarþjónusta, verkfræðiþjónusta, lögfræðiþjónusta, þjónusta endurskoðenda og önnur sambærileg sérfræðiþjónusta, þó ekki vinna við eða þjónusta sem varðar lausa fjármuni eða fasteignir hér á landi,
       d.      tölvuþjónusta, önnur gagnavinnsla og upplýsingamiðlun,
       e.      kvaðir og skyldur varðandi atvinnu- eða framleiðslustarfsemi eða hagnýtingu réttinda sem kveðið er á um í þessum tölulið,
       f.      atvinnumiðlun,
       g.      leiga lausafjármuna, þó ekki neins konar flutningatækja,
       h.      þjónusta milligöngumanna sem fram koma í nafni annars og fyrir reikning annars að því er varðar sölu eða afhendingu þjónustu sem um ræðir í þessum tölulið,
       i.      fjarskiptaþjónusta.
     b.      11. tölul. orðast svo: Þjónusta sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis .


2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattskylda þjónustu“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: þjónustu sem talin er upp í 10. tölul. 1. mgr. 12. gr.
     b.      Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Aðili, sem skylt er að greiða virðisaukaskatt skv. 1. mgr., skal ótilkvaddur gera grein fyrir kaupum á þjónustu í sérstakri skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Gjald dagi er fimmti dagur annars mánaðar frá lokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðslu ásamt skýrslu skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en á gjalddaga.

3. gr.

    Í stað orðanna „erlendir ferðamenn“ í 1. mgr. 43. gr. laganna kemur: aðilar búsettir erlendis.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó skulu ákvæði fyrri efnisliðar 1. gr. um sölu á þjónustu til erlendra aðila gilda frá og með 1. júlí 1997.