Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 544 – 312. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu og lögum um kirkjusóknir, safnaðarfundi, sóknarnefndir, héraðsfundi o.fl.

(Eftir 2. umr., 15. des.)



I. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91 29. desember 1987.
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. laganna:
     a.      1. tölul. orðast svo: Á árinu 1997 skal gjaldið vera 400,24 kr. á einstakling á mánuði.
     b.      2. tölul. fellur brott.
     c.      Í stað ártalsins „1990“ í 3. tölul. kemur: 1998.

II. KAFLI
Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36 4. maí 1993.
2. gr.

    2. mgr. 37. gr. laganna orðast svo:
    Kirkjugarðsstjórnir skulu senda Ríkisendurskoðun ársreikninga kirkjugarða fyrir næst liðið ár fyrir 1. júní ár hvert. Um heimildir Ríkisendurskoðunar til að kalla eftir upplýsingum og til að kanna gögn fer eftir lögum um Ríkisendurskoðun.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 39. gr. laganna:
     a.      1. tölul. orðast svo: Á árinu 1997 skal gjaldið vera 164,13 kr. á einstakling á mánuði.
     b.      Í stað ártalsins „1995“ í 2. tölul. kemur: 1998.

4. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma eru undanþegnir greiðslu framlags til Kirkju garðasjóðs árin 1998 og 1999.

III. KAFLI
Breyting á lögum um kirkjusóknir, safnaðarfundi, sóknarnefndir,
héraðsfundi o.fl., nr. 25 3. júní 1985.

5. gr.

    Við 23. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Sóknarnefndir skulu senda Ríkisendurskoðun ársreikninga sóknarnefnda fyrir næstliðið ár fyrir 1. júní ár hvert. Um heimildir Ríkisendurskoðunar til að kalla eftir upplýsingum og til að kanna gögn fer eftir lögum um Ríkisendurskoðun.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.