Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 620 – 318. mál.



Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um laun og starfskjör starfsmanna Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver eru heildarlaunakjör og starfskjör æðstu yfirmanna Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem taka formlega til starfa 1. janúar 1998, sbr. lög nr. 60/1997 og 61/1997, þ.e. forstjóra, framkvæmdastjóra, forstöðumanna sviða, deildarstjóra og annarra stjórnenda, eftir því sem við á?
    Svar óskast sundurliðað eftir föstum grunnlaunum, öðrum greiðslum, þóknunum og fríð indum, svo sem ferðakostnaði, risnu og bifreiðahlunnindum.


Almennt.
    Á undanförnum missirum hefur viðskiptaráðherra svarað fyrirspurnum frá Alþingi um starfs- og launakjör stjórnenda ríkisviðskiptabankanna og Seðlabanka Íslands. Í svörunum hefur ráðherra haft hliðsjón af almennum sjónarmiðum um meðferð persónuupplýsinga, sem m.a. koma fram í lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og í upplýsingalögum. Þannig hefur verið leitast við að veita umbeðnar upplýsingar á þann hátt að ekki séu gefnar upplýsingar um einstaklingsbundin kjör stjórnenda. Þá hefur þess verið gætt að svör við fyrirspurnum skaði ekki viðskiptahagsmuni viðkomandi banka. Ráðherra er bundinn af fyrrgreindum meginsjónarmiðum nú sem fyrr.
    Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. var stofnaður 30. júní sl. og var stjórn hans kjörin á framhaldsstofnfundi 10. september sl. Frá þeim tíma hefur félagið starfað að undirbúningi starfsemi sinnar sem lánastofnun en ráðning starfsmanna hefur verið meðal verkefna. Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var skipuð 10. september sl. og hefur hún síðan starfað að undirbúningi að starfsemi sjóðsins, þar á meðal ráðningu starfsmanna.
    Með vísan til laga nr. 60/1997 og nr. 61/1997 var starfsmönnum Fiskveiðasjóðs, Iðnlána sjóðs og Iðnþróunarsjóðs sem taka laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna og kjarasamningum annarra stéttarfélaga boðið starf hjá Fjárfestingarbanka eða Nýsköpunarsjóði. Kveðið er á um að þessir starfsmenn skuli við breytingarnar njóta sömu réttinda og þeir höfðu áður samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðningarsamningum. Réttur starfsmanns til launa hjá viðkomandi fjárfestingarlánasjóði fellur niður þegar hann tekur við starfinu.
    Upphaf ráðningartíma nær allra starfsmanna og stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnu lífsins hf. miðast samkvæmt þessu við 1. janúar 1998. Sama á við um starfsmenn Nýsköpun arsjóðs, aðra en framkvæmdastjóra.

Um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.
    Lög nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, og lög nr. 2/1995, um hlutafélög, taka til Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Þótt ríkissjóður sé í upp hafi eigandi alls hlutafjár í félaginu er Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. samkvæmt viður kenndum lagasjónarmiðum sérstakur einkaréttarlegur aðili að lögum og nýtur sem slíkur viðskiptaverndar. Ráðherra, sem fer með eignarhlut ríkissjóðs í hlutafélaginu, ber trúnaðar skyldu gagnvart því þannig að hann má ekki veita upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni þess. Vísast í þessu sambandi til skýrslu forsætisráðherra um aðgang að upplýsingum um hlutafélög í eigu ríkisins, sem nýlega var lögð fram á Alþingi.
    Hins vegar gilda um ársreikninga Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. lög nr. 144/1994, um ársreikninga, og reglur nr. 554/1994, um gerð ársreiknings viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana. Skv. 48. gr. ársreikningalaga skal í skýringum með ársreikningi upplýsa um fjölda starfsmanna að meðaltali á reikningsári. Þá skulu laun og launatengd gjöld sundurliðuð ef það er ekki gert í rekstrarreikningi. Enn fremur skal veita upplýsingar um heildarlaun, þóknanir og ágóðahluta til stjórnenda félags vegna starfa í þágu þess og greina frá samningum, sem gerðir hafa verið við stjórn, framkvæmdastjórn eða starfsmenn um eftirlaun, og tilgreina heildarfjárhæðir.
    Samkvæmt 42. gr. reglna nr. 554/1994 skulu í skýringum við rekstrarlið 8.1 „laun og launatengd gjöld“ í ársreikningi viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana koma fram upplýsingar um laun og þóknanir til stjórnar og stjórnenda stofnunar vegna starfa í þágu hennar, enda séu þessar upplýsingar ekki í skýrslu stjórnar.
    Fyrrgreindar upplýsingar teljast opinberar þegar ársreikningur hefur verið lagður fram. Er ráðherra reiðubúinn að láta Alþingi í té þessar upplýsingar þegar við framlagningu árs reiknings. Þetta er í samræmi við svör viðskiptaráðherra sem hann gaf í umræðum á síðasta löggjafarþingi.

Um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
    Eins og fram er komið tekur Nýsköpunarsjóður ekki til starfa fyrr en 1. janúar nk. og miðast upphaf ráðningartíma starfsmanna og stjórnenda, annarra en framkvæmdastjóra við það tímamark. Um launagreiðslur til annarra en framkvæmdastjóra er því ekki að ræða enn sem komið er.
    Að því er varðar upplýsingar um heildarlaunakjör og starfskjör framkvæmdastjóra Ný sköpunarsjóðs skal á það bent að réttur alþingismanna til að óska upplýsinga í formi fyrir spurna til ráðherra takmarkast við opinber málefni. Það er mat ráðherra, og í samræmi við svör við fyrri fyrirspurnum um sambærileg mál, að launa- og starfskjör tiltekins einstaklings séu ekki opinbert málefni í þessum skilningi. Má þar til hliðsjónar hafa lagasjónarmið varð andi það hvað teljist einkamálefni í skilningi 5. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, en á grund velli 5. gr. þeirra laga er það talið undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur.
    Hins vegar gilda lög um ársreikninga, nr. 144/1994, um ársreikning Nýsköpunarsjóðs. Skal þar enn bent á 48. gr. ársreikningalaga, sem reifuð er hér að framan. Ársreikningur Ný sköpunarsjóðs verður opinber á sama hátt og ársreikningur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og er því ráðherra reiðubúinn að láta Alþingi í té þessar upplýsingar þegar við framlagn ingu ársreiknings.