Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 776 – 449. mál.Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um heilsugæslu í skólum.

Frá Hjálmari Árnasyni.     1.      Hvert er hlutverk skólalæknis og hver er starfslýsing hans?
     2.      Hvert er hlutverk skólahjúkrunarfræðings?
     3.      Hver er lágmarksviðvera eða starfshlutfall skólahjúkrunarfræðings?
     4.      Hver eru tengsl skólalæknis og hjúkrunarfræðings við nemendaverndarráð?
     5.      Hvers má vænta af heilsugæslu í geðverndarmálum barna og unglinga?
     6.      Til hvaða úrræða geta skólahjúkrunarfræðingar gripið varðandi meðferð fyrir börn sem ánetjast hafa vímuefnum?
     7.      Eru uppi áform um skipulagða heilsugæslu innan framhaldsskólanna eins og skýr lagaákvæði eru um?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Þegar grunnskólar voru fluttir til sveitarfélaga var kostnaður af heilsugæslu áfram greidd ur af ríkissjóði og nokkurrar óvissu virðist gæta um útfærslu hennar innan skólanna.