Ferill 396. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 793 – 396. mál.



Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um afleið ingar samningsslita sérfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins.

     1.      Hvað hafa margir sérfræðingar sagt upp samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins?
    Eins og staðan er nú hafa 113 sérfræðingar af 385 sem voru í viðskiptum á árinu 1997 sagt upp samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins. Uppsagnir þeirra tóku eða munu taka gildi eins og hér segir:
Dagsetning Fjöldi sérfræðinga af samningi
1. september 7
1. október 31
1. nóvember 15
1. desember 4
1. janúar 13
1. febrúar 3 (73)
1. mars 11
1. apríl 27
1. maí 1
1. júní 1
Samtals 113

     2.      Hvað hafa margir sjúklingar leitað eftir þjónustu þessara sérfræðinga og
            a.      hvað hafa þeir þurft að greiða fyrir þjónustuna,
            b.      hvað hefðu þeir þurft að greiða fyrir þjónustuna ef sérfræðingarnir hefðu áfram verið með samning við Tryggingastofnun ríkisins?

    Þar sem samskipti sjúklinga við sérfræðinga sem ekki eru með samning við Trygginga stofnun ríkisins koma ekki fram eða eru á nokkurn hátt tilkynnt til annarra aðila eru engar upplýsingar fyrirliggjandi um þessi samskipti, hvorki um fjölda þeirra, tegund eða kostnað.

     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að lögum verði breytt svo að þeir sem greitt hafa samningslausum sérfræðingum fyrir læknisverk fái hlut Tryggingastofnunar ríkisins endurgreiddan eða telur ráðherra e.t.v. að heimildir sé að finna í lögum?
    Heimildir er ekki að finna í lögum til að greiða sjúklingum fyrir samskipti þeirra við samningslausa sérfræðinga. Það er mjög mikilvæg meginregla í viðskiptum Tryggingastofn unar við heilbrigðisstéttir að greiðslur eigi sér ekki stað nema samningur sé fyrir hendi. Ann að mundi ýta undir upplausn almannatryggingakerfisins. Einfaldar styrkjagreiðslur, eins og gerist með sérfræðinga í tannréttingum, eiga ekki við í öðrum tilfellum.
    Ráðherra mun beita sér fyrir því að lögum verði breytt og hefur frumvarpi þess efnis nú þegar verið dreift á Alþingi. Breytingin er á þann veg að sjúklingar, sem hafa átt samskipti við sérfræðinga sem ekki voru á samningi, fái endurgreitt samkvæmt þeim samningi sem hefði verið í gildi á þeim tíma sem læknisverkið fór fram, um leið og viðkomandi sérfræðing ur er kominn aftur á samning og sjúklingur framvísar fullgildum reikningi um samskipti sín við hann.