Ferill 484. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 820 – 484. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um rannsókn á refsingum við afbrotum.

Frá allsherjarnefnd.



    Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að láta fara fram rannsókn á ákvörðun refsinga við afbrotum. Rannsóknin taki til eftirfarandi brotaflokka:
     a.      líkamsárása og annarra brota sem tengd eru að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi,
     b.      kynferðisbrota,
     c.      fíkniefnabrota.
    Með rannsókninni skulu könnuð þau viðurlög sem dæmd hafa verið við þessum brotum og hvernig þau hafa þróast á undanförnum árum og áratugum. Skal rannsóknin einkum miða að því að leiða í ljós hvort unnt sé að sýna fram á að refsingar við fyrrgreindum brotum hafi þyngst eða séu nú vægari en áður. Rannsókn þessi skal taka til dóma Hæstaréttar og óáfrýj aðra héraðsdóma að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til að mat verði lagt á viðurlög við þessum afbrotum og þróun þeirra.
    Eftir því sem unnt er skal rannsóknin framkvæmd þannig að til verði gagnagrunnur sem síðar væri hægt að bæta við upplýsingum og nota til frekari rannsókna.

Greinargerð.


    Um nokkra hríð hefur í þjóðfélaginu staðið umræða um refsingar og refsiákvarðanir dóm stóla. Komið hefur fram það sjónarmið meðal annars að dómstólar ákvarði of vægar refsing ar í sumum brotaflokkum. Á það ekki síst við um grófar líkamsárásir, kynferðisbrot og fíkni efnabrot. Því hefur einnig verið haldið fram að refsingar fyrir alvarlegar líkamsárásir og kynferðisbrot séu of vægar með hliðsjón af refsingum við öðrum brotum og hafa auðgunar brot sérstaklega verið nefnd í því sambandi.
    Til að mat verði lagt á þá gagnrýni sem hér hefur verið rakin er nauðsynlegt að kanna viðurlög við afbrotum með samanburði og rannsóknum á refsingum eftir brotaflokkum og innan þeirra, auk þess sem þróun viðurlaga verði metin eftir því sem unnt er. Slíkar rann sóknir og upplýsingar um sakamál og meðferð þeirra eru nauðsynlegar fyrir faglega umræðu um þessi málefni og mótun refsistefnu við lagasetningu og endurskoðun refsilaga.
    Víða hjá stjórnvöldum eru skráðar upplýsingar um meðferð sakamála og afgreiðslu þeirra. Þannig má nefna að ríkislögreglustjóri heldur skrár um afbrot og rannsókn sakamála. Einnig færir ríkissaksóknari skrá um þau mál sem hann hefur til meðferðar, auk þess sem hann held ur sakaskrá. Þá er haldin skrá hjá Fangelsismálastofnun ríkisins um ýmis atriði sem lúta að fullnustu refsivistardóma. Hins vegar er það mat allsherjarnefndar að nokkuð skorti á að við hlítandi tölfræðiupplýsingar um sakamál séu aðgengilegar. Í þeim efnum er mikilvægt að stjórnvöld kanni hvort ekki sé ástæða til að samræma skráningu upplýsinga um sakamál hjá hinum ýmsu embættum. Einnig er nauðsynlegt að hafin verði skráning tölfræðiupplýsinga á þessu sviði og má í þeim efnum hafa hliðsjón af framkvæmd slíkrar skráningar annars staðar á Norðurlöndum.
    Með þingsályktunartillögu þessari er lagt til að dómsmálaráðherra verði falið að láta fara fram rannsókn á ákvörðun refsinga við tilteknum afbrotum, nánar tiltekið líkamsárásum og öðrum brotum þar sem ofbeldi er verulegur þáttur, kynferðisbrotum og fíkniefnabrotum. Í fjárlögum fyrir árið 1998 er að finna 2,4 millj. kr. fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins til slíkrar athugunar og er rannsóknin afmörkuð með hliðsjón af þeirri fjárveitingu. Í kjölfar hennar er hins vegar ástæða til að kanna önnur atriði nánar, svo sem viðurlög við öðrum brotaflokkum. Einnig væri ástæða til að kanna hvernig staðið er að refsifullnustu í fram kvæmd og hvort auka megi varnaðaráhrif refsinga eftir því hvernig staðið er að fullnustu refsivistar innan fangelsa og utan þeirra með úrræðum eins og samfélagsþjónustu. Þá væri forvitnilegt að gera samanburð við önnur Norðurlönd á lögmæltum refsimörkum og fram kvæmd í framangreindum brotaflokkum og brotategundum. Til að stuðla að fekari rannsókn um á refsingum við afbrotum og fullnustu þeirra er sérstaklega tekið fram í tillögunni að rannsóknin skuli eftir því sem unnt er framkvæmd þannig að til verði gagnagrunnur sem síðar mætti bæta við upplýsingum og nota til frekari rannsókna. Einnig gæti slíkur gagnagrunnur orðið liður í kerfisbundinni skráningu tölfræðiupplýsinga um sakamál.
    Í tillögunni er markmið rannsóknar á ákvörðun viðurlaga tilgreint með því að taka fram að rannsóknin skuli miða að því að leiða í ljós hvort unnt sé að mæla hvort refsingar við tilgreindum brotum hafi þyngst eða séu nú vægari en áður. Hins vegar er því ekki lýst í einstökum atriðum hvernig staðið verði að rannsókninni og látið við það eitt sitja að taka fram að hún skuli taka til dóma Hæstaréttar og óáfrýjaðra héraðsdóma, að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er. Þykir nefndinni réttara að sá sem fenginn verður til að gera rannsóknina meti á grundvelli faglegra sjónarmiða hvernig að henni verði staðið þannig að niðurstöður verði sem áreiðanlegastar.