Ferill 166. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 829 – 166. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um Örnefnastofnun Íslands.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Árna Gunnarsson frá menntamála ráðuneyti, Kristján Árnason frá Íslenskri málnefnd, Þór Magnússon þjóðminjavörð og Þór hall Vilmundarson frá Örnefnastofnun.
    Mál þetta var fyrst flutt á 121. löggjafarþingi en varð ekki útrætt. Umsagnir bárust þá frá heimspekideild Háskóla Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Örnefnastofnun, Orðabók Háskólans, Íslenskri málnefnd og Þjóðminjasafni Íslands. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem menntamálanefnd aflaði. Til viðbótar barst ný umsögn frá Þjóð minjasafni Íslands.
    Frumvarpið felur í sér að sett verður á fót sjálfstæð ríkisstofnun, Örnefnastofnun Íslands, sem tekur við hlutverki Örnefnastofnunar Þjóðminjasafns sem er sjálfstæð deild innan safns ins. Jafnframt verði kveðið skýrt á um hlutverk stofnunarinnar og starfsemi hennar í megin dráttum. Hinni nýju stofnun er ætlað að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á vegum Örnefnastofnunar Þjóðminjasafnsins en á víðtækari grundvelli og í samstarfi við aðra aðila í meiri mæli en verið hefur. Mikilvægt er að tryggt sé að stofnunin hafi góð tengsl og samráð við sem flesta þá aðila sem starfa á sviðum örnefnafræða, bæði innan lands og utan. Þá er lögð áhersla á þjónustuhlutverk stofnunarinnar við almenning, m.a. með tilstilli nettengingar um tölvur, og jafnframt skal stofnunin styðja við kennslu í örnefnafræðum.
    Nefndin tekur undir markmið frumvarpsins og telur rétt að ríkisvaldið standi vörð um þann ómetanlega menningarfjársjóð sem stofnunin hefur í vörslum sínum. Leggur hún til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ólafur Örn Haraldsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. febr. 1998.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.



Tómas Ingi Olrich.




Arnbjörg Sveinsdóttir.



Árni Johnsen.



Svanfríður Jónasdóttir,


með fyrirvara.



Sigríður Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.


Guðný Guðbjörnsdóttir,


með fyrirvara.