Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 835 – 420. mál.



Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um þátttöku í sjávarútvegs verkefnum erlendis.

     1.      Í hve miklum mæli hefur stjórn Þróunarsjóðs sjávarútvegsins lagt fram hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækjum til að taka þátt í verkefnum erlendis, sbr. lög nr. 92/1994, bráðabirgðaákvæði IV?
     2.      Í hvaða formi hefur það hlutafé verið lagt fram, hvaða fyrirtæki er um að ræða, í hvaða löndum starfa þau eða hafa starfað og hefur þessi stuðningur verið auglýstur þannig að fyrirtæki gætu keppt um hann?

    Á árinu 1996 keypti Þróunarsjóður sjávarútvegsins 62 krókabáta eftir að þeir höfðu verið úreltir sem fiskiskip. Sjóðurinn hefur nú ráðstafað 16 af þessum bátum, ýmist með beinni sölu eða á annan hátt. Í samstarfi við sjávarútvegsráðuneytið var tveim bátum ráðstafað til Gambíu. Fimm bátar hafa verið seldir úr landi til erlendra aðila, án beinnar þátttöku ís lenskra aðila. Fjórir bátar voru seldir til Tansaníu en þar er Þróunarsjóður hluthafi í NAF ICO Ltd. að litlu leyti, aðalhluthafar eru í Kenía en hyggjast gera bátana út til rækjuveiða við strendur Tansaníu, m.a. frá Zanzibar. Þróunarsjóður hefur í hyggju að íslenskt sjávarút vegsfyrirtæki taki við hlut Þróunarsjóðs þegar verkefnið er farið af stað. Þá fara fram við ræður við eigendur ALPHA-Group í Úganda um kaup á fimm bátum til veiða á nílarkarfa á Viktoríuvatni.
    Í 11. gr. laga nr. 92/1994 er kveðið á um þátttöku sjóðsins í þróunarverkefnum af ýmsu tagi. Þátttakan miðast þó eingöngu við lánsframlög, ábyrgðir eða beina þátttöku í hlutafélög um, ef þannig stendur á. Sjóðnum er með öðrum orðum ekki ætlað að veita styrki til þróunar verkefna. Þátttöku Þróunarsjóðsins í þróunarverkefnum má skipta í fjóra mismunandi flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða aðstoð varðandi vöru-, vinnslu- eða veiðiþróun. Í öðru lagi að greiða fyrir fyrirtækjum sem vilja hasla sér völl erlendis. Í þriðja lagi að taka beinan þátt í rekstri erlendis í samstarfi við innlend fyrirtæki og að síðustu með þátttöku í kynnisferðum til að athuga möguleika erlendis. Verður nú gerð grein fyrir aðstoð sjóðsins við fyrirtæki til að taka þátt í verkefnum erlendis.
    Sjóðurinn hefur fengið nokkrar beiðnir um að aðstoða íslensk fyrirtæki við að hasla sér völl erlendis í samstarfi við aðila á hverjum stað og einni umsókn hefur verið svarað jákvætt. Um var að ræða umsókn frá HEH International vegna könnunar á möguleikum á samstarfi íslenskra og víetnamskra fyrirtækja í sjávarútvegi. Umsækjendur höfðu þá þegar lagt í um talsverðan kostnað við verkefnið. Ekki hefur enn orðið af þátttöku sjóðsins í þessu verkefni.
    Sjóðurinn hefur ekki auglýst sérstaklega eftir umsóknum til þessara verkefna heldur hefur verið haft samband við fyrirtæki sem sýnt hafa áhuga á að reyna fyrir sér á erlendum vett vangi.
    Sjóðurinn hefur þrisvar sent fulltrúa í ferðir til þess að kanna möguleika fyrir íslenska að ila á atvinnuumsvifum erlendis. Í öllum tilvikum var um að ræða samstarf við viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands. Fyrsta ferðin var til Múrmansk í Rússlandi. Sjóðurinn tók þá þátt í viðskiptaferð sem efnt var til í tilefni af ráðstefnu um tækifæri til fjár festinga í norðvesturhluta Rússlands. Önnur ferðin var til Pakistan, þangað sendi Þróunarsjóður fulltrúa í ferð á vegum utanríkisráðuneytisins til þess að kanna möguleika Íslendinga á að taka þátt í uppbyggingu sjávarútvegs þar í landi. Þessi ferð kom til að frumkvæði ræðis manns Íslands í Karachi og óskuðu utanríkisráðuneytið og Útflutningsráð Íslands eftir þátt töku Þróunarsjóðs. Þriðja ferðin var farin til Malasíu í samstarfi við Útflutningsráð og var hugsuð sem kynnisferð til þess að kanna hvort íslensk fyrirtæki sem framleiða búnað til fisk veiða gætu hugsanlega náð markaðshlutdeild í þeim heimshluta með íslenskum veiðiaðferð um og -búnaði. Að frumkvæði Útflutningsráðs hafa síðan fulltrúar Hampiðjunnar, DNG-sjó véla, Þróunarsjóðs og Borgarplasts rætt um hugsanlega samvinnu um að senda krókabát í eigu Þróunarsjóðs með búnaði frá fyrrnefndum fyrirtækjum til reynsluveiða í malasískri fisk veiðilögsögu. Verkefni þetta er einnig hugsað sem liður í fyrirhugaðri heimsókn utanríkis ráðherra Íslands til Malasíu.
    Ljóst er af þessum kynnisferðum að Þróunarsjóðurinn getur með þeim aðilum sem fyrr eru nefndir lagt umtalsvert af mörkum til þess að kanna og benda á tækifæri erlendis sem ís lensk fyrirtæki gætu nýtt sér.

     3.      Hvaða annar opinber stuðningur hefur staðið þeim fyrirtækjum til boða sem farið hafa í sjávarútvegsverkefni erlendis? Hefur sá stuðningur verið auglýstur?
     4.      Telur sjávarútvegsráðherra að um fullnægjandi stuðning sé að ræða eða telur hann að fyrirtækin þurfi frekari hvatningar við? Ef svo er, í hvaða formi gæti sá stuðningur verið?

    Ekki hefur á vegum hins opinbera verið um sérstakan fjárstuðning að ræða til fyrirtækja sem hafa farið í sjávarútvegsverkefni erlendis. Á hinn bóginn hefur sjávarútvegsráðuneytið lagt áherslu á að rækta sambönd við ríki þar sem Íslendingar hafa fjárfest í sjávarútvegi og þar sem þeir hyggjast gera það. Í því sambandi hefur m.a. verið um að ræða gagnkvæmar opinberar heimsóknir ráðherra. Þá má geta þess að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins mun í starfi sínu leggja fram hlutafé þegar um er að ræða fjárfestingakosti sem sjóðurinn telur arð vænlega. Með starfsemi sjóðsins skapast því ný tækifæri fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og önnur fyrirtæki, m.a. til að fjárfesta í sjávarútvegi erlendis.
    Erfitt er að leggja mat á hvort sá stuðningur sem nú er veittur sé fullnægjandi eða ekki. Þó er skoðun sjávarútvegsráðuneytisins að svo sé.