Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 839 – 491. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um málefni ungra fíkniefnaneytenda.

Flm.: Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að standa fyrir sérstöku átaki til að tryggja tafar lausa meðferð ungra fíkniefnaneytenda sem vilja fara í meðferð þannig að framvegis myndist ekki langir biðlistar eftir meðferð vegna áfengis- og fíkniefnanotkunar.

Greinargerð.


    Í Morgunblaðinu 27. janúar sl. er viðtal við Þórarin Tyrfingsson yfirlækni á Vogi. Í við talinu kemur fram að að mati SÁÁ er meira um fíkniefni á Íslandi nú en nokkru sinni áður og einnig að tíðkaðar eru nýjar aðferðir við neyslu þeirra. Yfirlæknirinn fullyrðir að ástandið hafi versnað til muna frá 1995, mun meira af ólöglegum fíkniefnum sé í umferð, fleiri noti alls konar efni og neysluaðferðirnar séu fjölbreyttari. Hans álit er að lækning sé mun erfiðari en hún var fyrir þremur til fjórum árum.
    Þórarinn segir að þetta skapi mikinn vanda hjá sjúkrahúsinu Vogi þar sem fólk sem er illa á sig komið og í afeitrun þurfi mikla umönnun og Vogur hafi alls ekki undan. Sjúklingar sem þurfi að sinna séu á biðlistum en göngudeildir og vaktir stóru spítalanna leggi fram mikla vinnu í þágu þeirra. Hann fullyrðir að mikill skortur sé á skyndiþjónustu fyrir áfengissjúk linga og allt að 300 sjúklingar séu á biðlista, misjafnlega illa á sig komnir.
    Mat þeirra sem vinna að þessum málum er að mjög tilfinnanlega vanti meðferðarpláss fyr ir yngstu vímuefnaneytendurna en ef séð væri fyrir þörfum þeirra mundi það létta á þrýstingi sem hefur verið á almenn meðferðarheimili að undanförnu um að taka mjög unga vímuefna neytendur til meðferðar. Komið hefur fram í blaðafréttum að yngsti vímuefnaneytandi sem hefur verið til meðferðar á Vogi sé 13 ára. Þeir sem best þekkja til vímuefnavanda unglinga telja að unglingar í þessum aðstæðum þurfi mun sérhæfðari meðferð en er í boði á almennum meðferðarstofnunum.
    Í fylgiskjali eru línurit sem fengin voru frá Vogi og birtust í SÁÁ-fréttum, 1. tbl. 1998. Fylgiskjal.


Ungt fólk í meðferð
á Vogi 1997.


Fjöldi einstaklinga í hverjum aldurshópi
og fjöldi innritana .
Aldur Stúlkur Piltar Alls Innritanir
13 ára 1 0 1 1
14 ára 2 3 5 6
15 ára 8 10 18 23
16 ára 13 14 27 40
17 ára 7 29 36 47
18 ára 20 35 55 72
19 ára 24 40 64 75
Alls 75 131 206 264



Stórneytendur kannabis og amfetamíns á Vogi.
Fjöldi einstaklinga.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fjöldi ungra einstaklinga á Vogi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hlutfall stórneytenda kannabisefna í þremur aldurshópum
meðal sjúklinganna á Vogi 1987–97.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.